29

Okei bara 29 dagar í að maður komi aftur heim á eyjuna fögru en fátæku! Og já ég er byrjuð að telja niður!

Lífið gengur annars sinn vanagang hérna. Um daginn var ég á leiðinni í skólan snemma morguns og beygi inn Nicolay Road eins og alltaf en þar er þá bara kona búin að gyrða niður um sig og míga í hægri vegkantinum!!!

Í skólanum er nóg að gera. Ég er Violetta í La Traviata, mamma Hamlets, en Hamlet er leikinn af Unnari sem er held ég 29 ára :o), Vinkonu Carmen, geit, krabbameinssérfræðing sem lendir í slow-motion flugslysi ásamt haug af liði á fyrsta farrými, spegilmynd þjónustustúlku, rússneska hjúkku hjá KGB og japanska konu sem vingast við demona. Allt mjög svo enjoyable hvert á sinn hátt :o)

Í kveld bjó ég til hvítlauksjógúrtsósu og dýfði brauði í. Hún var allsvakalega sterk og núna er ég hvítlauksrotin frá malla og upp úr...mjög fyndið að fara á leikæfingu þannig og vera í hrúgu af fólki!

Á leiðinni heim lyktuðum við af nýútsprungnum rósum og kipptum með okkur tveim sætum stólum sem einhver hafði ákveðið að henda. Sæt borðplata var líka í boði í stíl en þar sem engir fundust fæturnir leyfðum við þeim að vera. Svo fann Unnar bílateppi til að hafa í forstofunni.

Horfði á júróvisjón á meðan ég borðaði og átti frí. Þessi hluti semi var aðeins meira júróskotnari en samt ekki góður. Fannst eiginlega lagið best sem var með harmónikkunni í...man ekki hvaða land það var...það er bara eitthvað með mig og harmonikkur....og myndarlega menn sem spila á harmonikkur....ég veit ekki....harmonikkur eru bara heitar!!!!

Þetta er soldið súrt blogg....en líf mitt þessa dagana er bara akkúrat nákvæmlega svona :o)I like it!

Og lag mánaðarins er White Winter Hymnal með Fleet Foxes....er orðin alvarlega háð því!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Flott lag.  Vona að þú hafir það gott.

Þórður Björn Sigurðsson, 15.5.2009 kl. 00:06

2 identicon

Bara frábært lag, er búin að vera með það sem hringitón frekar lengi og þreytist ekkert á því...! En hlakka miiiiiikið til að fá þig heim sæta mín! Knús og kossar!

Sólveig Ing (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 02:32

3 Smámynd: Jenný Lára Arnórsdóttir

Jahérna Þórður! Já takk ég hef það gott og vona að þú hafir það gott sömuleiðis. Ertu laumulesandi eða varstu bara að rekast á bloggið mitt??

Jenný Lára Arnórsdóttir, 15.5.2009 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband