Sýningar


Á morgun er laugardagssýningadagur í skólanum. Það er seinasti séns fyrir leikstjórnarnemana að koma verkunum sínum inn á prófið á þessari önn. Það þýðir auðvitað að allur dagurinn fer í að sýna og skipta um leikmyndir, búninga, hlaupa um með props og þess háttar skemmtilegheit. Á morgun verða eitthvað um 12-13 sýningar og þar sem þetta er þriðja önn er slatti af svona lengri verkum eins og Shakespeare og óperur og söngleikir. Eins mikið púl og þetta er er þetta líka óstjórnlega gaman!

Ég fæ að leika í sex sýningum á morgun, þannig að á morgun fæ ég að vera klúbbdansandi, vinnukona með grímublæti sem er líka drottning Danaveldis og á son sem heitir Hamlet og á hún það til að vera stundum eins og geit og stundum skellir hún sér til Sevilla að hitta vinkonu sína hana Carmen, og flýgur þá oftast með jet-plane-i sem á það til að brotlenda í ímynduðum heimi flughræddrar konu.

Já og svo er ég á hljóði í Mamma mia.

Má svo reikna með að þetta muni vera í kringum níu tímar að lengd.

Kom heim tiltölulega snemma í kveld og þrátt fyrir að vera þreytt og vera að mæta í skólan á morgun þá er einhver örlítill föstudagur í manni. Skellti því í eina Betty Crocker og bræddi Nutella yfir, meðleigjendum mínum til mikillar gleði! Svo munu afgangarnir halda manni gangandi yfir morgundaginn. En þegar ég var að borða kökuna þá fékk ég svona dauðans mikla löngun í Nýmjólk!!!! Og nú er mér alls ekki vel við mjólk og finnst hún frekar vond. En þarna kikkaði þetta inn með sense-data og öllu! Langar í íslenska mjólk!

En núna er ég bara að fresta því eins og ég get að vaska upp eftir mig og þrífa og finna mér svo einn monologue fyrir voice-assessment og að vinna greiningu á listaverki fyrir assessment í History of Art!!!

Stundum verður maður bara aðeins að týna sér ;o)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband