Laugar

Þá er maður komin heim í dalinn kæra. Er sumsé komin norður á Laugar og náði loksins að sofa eins mikið og mig lysti!

Seinustu dagarnir í skólanum gengu alveg vel. Í circus assessment hjólaði ég um á einhjóli í bleiku tútúpilsi, í stage combat var ég kýld í framan og skarta núna þessum fallega marbletti á hökunni sem ÖLLUM þykir frekar áhugaverður og því mikið búið að vera að stara á mann síðustu daga. Sem betur fer var ég svo ekki kýld í assessmentinu sjálfu og naði því því prófi og er því komin með certificate frá Equity upp á að ég megi berjast á sviði. Og svo gengu Historical dance assessment og Physical Theatre assessment líka mjög vel.

Svo var flogið heim, lent, keypt í matinn, eldað og græjað sig upp og boðið Völu og Helga í mat og djammað svo eftir á. Kíkt á kæra Rosenberg og svo á Ölstofuna og endað á Apótekinu (bara til að segja hæ við Kalla). Þetta var rosalegt djamm enda hefur maður varla smakkað áfengi í laaaaaaaangan tíma og þolið því ekki mikið. En mjög skemmtilegt engu að síður.

Daginn eftir hitti ég svo nokkra krakka úr söngskólanum á kaffihúsi og svo var ákveðið að fara í bíó á Hangover. Við brunuðum í Álfabakka og nei þá var uppselt á myndina en búið að setja aukasýningu kl. 23:00 þannig við biðum í röðinni...þegar sú röð hafði minnkað um helming var líka orðið uppselt á aukasýninguna. Þá var brunað niður í Kringlubíó og nei þá var líka uppselt þar á sýningu kl. 23:20...og klukkan var bara 21:50 eða um það leyti. Þá fangum við okkur bara ís og fórum svo á annað kaffihús.

Í gær kom ég svo norður og snerist um Akureyrina með henni Sólveigu minni sem var voða gott að hitta. Fór svo í mat til Kolla og Þóru sem var náttúrulega sjúklega ljúffengur að vanda og kíkti á Karólínu með þeim í einn öl. Þá pikkaði Sólveig mig upp og brunuðum við í sveitina. Þar tóki á móti mér bærður mínir tveir með þvílíkum látum að ég hélt þeir myndu fara yfir um! Æðislegu yndin! Við pabbi sátum svo bara að spjalla og svo var farið að sofa og náði ég því loksins að sofa alminnilega því næturnar í rvk innihéldu ekki alveg nógu mikla hvíld!

Fleira er svo ekki í fréttum að sinni.
Lifið heil.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

tu ert svo dugleg..til hamingju með það að mega nu berjast á sviði.. það er soldið sérstakt! leiðinlegt að geta ekkert hitt þig meðan tu ert á islandinu.. bara hafðu það ótrulega gott og haltu afram tinni braut. ert rosalega dugleg:*

sjaumst samt sem fyrst

asdis

asdis (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband