29.9.2008 | 18:51
Labb
Í dag labbaðiég heim úr skólanum og það tók ekki nema 50 mínútur. Fínasti göngutúr í góðu veðri. Jók aðeins á orkuna, en það voru allir voða orkulausir í dag í skólanum, sumir meira að segja bara héldu sig heima veikir.
Voice tíminn í dag hafði hint af Feldenkrais í sér þó ekki væri minnst á það. Mér finnst kennarinn soldið erfiður því hún segir hálfa setningu, stoppar svo í mínútu, klárar setininguna, stoppar svo aftur í mínútu. Getur orðið þreytandi til lengdar en hún er samt voða mikið krútt.
Sofa-tími var frekar tíðindalaus. Ekki einu sinni sett fyrir heimaverkefni. Ég saknaði Elísabetar, en mér finnst hún best af þessum þrem kennurum sem við erum búin að hafa í þessari grein.
Varð tæknilega séð of sein í skólan í dag vegna þess að strætó ákvað að vera bara aaaaaaalls ekki á réttum tíma. Ég beið í 20 mínútur þegar ég átti bara að þurfa að bíða í 8 mínútur í mesta lagi. En þá komu líka þrír og ég þurfti ekki að borga í strætó. Alltaf að líta á björtu hliðarnar! Vona bara að ég muni ekki í staðin þurfa að borga sekt í skólanum.
Eldaði svo túnfiskspaghetti í kveldmatinn. Kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað þetta er delicious!
Hausinn er orðin fullur af hugsunum um Complexes, Awareness, Events og fylghlutum þessara þátta og hvernig þetta tengist nú allt saman. Námsefnið verður þyngra með hverjum deginum og maður verður að fylgjast vel með í tímum til að detta ekki út. Og maður fer aftur í gegnum þetta á öðru og þriðja ári, bara svona svo þetta setjist örugglega í okkur og sitji sem fastast. Ég er farin að hlakka til að reyna þetta í action og líka að sjá hvar þetta endar og hvernig verður að vinna með þetta.
Þetta nám fær mann líka til að hugsa endalaust mikið. Eins og ég hugsaði ekki nóg fyrir! En það góða við það er líka að það kennir manni að klára hugsarnir og díla við þær. Maður er að fara í gegnum mikla sjálfsskoðun hérna, ójá. Ég er búin að gera þó nokkrar uppgötvanir um hugsanir sem ég hafði ekki hugmynd um að leyndust í mér!
Og ég ætla núna að reyna að labba á hverjum degi. Hélt ég myndi missa alltof mikin tíma við það að labba heim úr skólanum en ég á meira að segja aukahálftíma eftir áður en ég fer í sturtu og svo að læra. Einstaklega hressandi uppgötvun! Verð reyndar að sleppa því á föstudögum því það eru Tesco-dagar. Maður verður nú að borða eitthvað líka.
Er að reyna að hætta að borða nammi. Það er mega erfitt! Sérstaklega því það fer svo mikil orka í skólann hjá manni núna. En ef ég á ekkert nammi þá borða ég það ekki og ég er rosalega dugleg að halda aftur af mér við að kaupa það. En ég ætla samt að biðja Kolla og kannski Elfu um að grípa með sér smá lakkrís þegar þau koma, sakna hans mest af öllu nammi.
En nóg um það, sturtan kallar!
yfir og út!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.9.2008 | 20:31
Heimanám
Búin að vera dugleg að læra heima núna um helgina. En það er ekki búið. Ætla að byrja á fyrstu bókinni á leslistanum, bók sem vill svo heppilega til að ég stal af mömmu og hafði með mér út - The Empty Space.
Fór líka í óperuna áðan, loksins! Fór á sama dúó og er í gangi í óperunni heima. Cavalleria Rusticana fyrir hlé. Lélega leikstýrt, illa leikið og óhentugasta leikmynd sem ég hef séð. Söngurinn alveg yfir meðallagi svosem en allt hitt skemmdi virkilega fyrir. Ég vil líka að óperusöngvarar verði skikkarði á Stage Combat námskeið, þó ekki væri nema bara til að læra að slá fólk á sviði! Þeir settu hendina á hinn aðilann og tóku sér góðan tíma í að miða rétt svo þeir myndu örugglega hitta hendina á sér en ekki manneskjuna sem þeir áttu að vera að lemja. Margt svona sem var alveg hryllingur. Og manni fannst oft eins og söngvurunum liði ekki vel með það sem þeir voru að gera á sviðinu, og þá líður áhorfandanum ekki heldur vel.
Pagliacci var svo muuuun betri. Samt sami leikstjóri. Er bara eins og það hafi verið einbeitt sér að þeim hluta. Betri söngur í gangi þar og leikur líka, já bara nokkuð góður leikur. Var sett upp í 1970-umgjörð og að þetta væru comedians og það gekk bara alveg upp. Báðar óperurnar voru sungnar á ensku og var það vel þýtt en ég hefði viljað sjá seinna verkið á ítölsku fyrst. Mjög skemmtilega þýtt samt og þýtt til að fitta þessa umgjörð. Og ég náði að gráta smá þannig þetta var fínt eftirmiðdegi í óperunni.
Fórum nokkur í gærkveldi og fengum okkur að borða á Indian Jazz Resturant í gær sem er rétt hjá skólanum og hann var mega mega góður! Og ekkert svo dýr! Fer örugglega þangað aftur. Fórum svo í partý til bekkjarfélaga okkar hennar Selmu, en þegar við loksins fundum staðinn (en hún var alltaf að gefa okkur vitlausar upplýsingar) voru Selma og Anna orðnar vel fullar og drápust svona klukkutíma síðar. Þá héldu allir niður í Camden á klúbba og pöbba en ég ákvað að fara heim. Strætóinn átti að stoppa á Kings Cross en hann fór ekkert þar framhjá þannig ég endaði ein niðri á Oxford Street kl. 2:00 um nótt. Fann sem betur fer fljótlega strætóinn MINN sem er nr. 390 og stoppar svona 300 m frá húsinu mínu. Einhvern vegin virðist ég bara lenda í því að enda ein niðri í miðbæ í útlöndum!
Hápunktur helgarinnar var indverski staðurinn.
Og núna sturta, DVD og svo sofa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2008 | 15:14
Kassaland
Þá er ég loksins búin að koma mér fyrir!
Herbergið mitt er sannkallað kassaland þar sem flest húsgögnin eru kassar. Bjó til sófaborð áðan úr kassa og hillu úr fataskápnum mínum.
Svo fékk ég loksins herðatré. Þegar ég fór svo að hengja á slárnar þá gafst önnur þeirra upp og hin er ekkert sú stabílasta. Skemmtilegt!
En myndir af herlegheitunum er að finna ef þið ýtið á Myndaalbúm hérna til hægri.
Ætla að fara að læra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.9.2008 | 18:58
Múffur
Í gær var ég bara í tölvunni í klukkutíma. Finnst það mjög gott. Horfði reyndar á fjóra Sex in the city þætti eftir að ég kom úr sturtu en var ekki tengd við netið á meðan. Svo fór ég að sofa og þá hafði ég ekki dvd í gangi né tónlist. Hafði reyndar kveikt á tölunni og myndir opnar af fólki sem ég sakna, því ég var með smá heimþrá í gærkveldi. En ég sofnaði næstum því um leið og ég lagðist á koddan. Ætla mér að endurtaka þetta í kveld.
Föstudagskveld! Mig langar ekki vitund á djammið. Oki jú svona 10% af mér langar að kíkja út með krökkum úr skólanum sem ætla út saman, en það er víst planið að fara aftur annað kveld þannig ég ætla bara að láta það nægja. Er svo gjörsamlega búin á því eftir vikuna að ég braut sætindabannið mitt og keypti mér súkkulaðimuffins og kaffimjólk og er búin að troða þessu í andlitið á mér á hálftíma held ég! Við erum að tala um 7 stk. af smámuffum!
Ég var algerlega einbeitingarlaus í SofA-tíma í dag. Náði mjög litlu inn en glósaði alveg eitthvað. Ætla að kíkja yfir allar glósur um helgina og hugsa. Eigum að hugsa voða mikið sem hentar mér alveg mjög vel. Heimanámið okkar snýst oftast um að hugsa um eitthvað á einhvern hátt. Ekki erfitt þó svo að margar kenningar og aðferðir geti orsakað mikla heilaleikfimi, en það er nú bara hollt!
Er hinsvega alveg að ná að fullkomna niðurlúta hundinn minn í jóga!
Fórum líka í söng í dag og því miður eru þetta tímar þar sem maður er með helmingnum af bekknum í. En við sungum og shi hvað maður er ryðgaður eftir sumarið. Langar svo að fara að æfa sönginn minn upp aftur og halda honum við en þori ekki mikið að vera að gaula hérna heima því það er sjúklega hljóðbært á milli herbergja! Það virðist líka vera algengt vandamál í Englandi því þetta er líka svona í skólanum, sem mér finnst einstaklega skrítið því þar er eiginlega mikilvægt að hafa hljóðeinangruð herbergi svo kennslustundir trufli ekki hver aðra.
Og svo var Physical Theatre þar sem Íslendingarnir rokkuð feitt, enda vel búið að sýjast inn í kollana á okkur þar sem þetta er vinsælt krydd í leikrit heima. Svo hefur maður nú eitthvað smakkað á því sjálfur.
Svo ákváðu iðnaðarmennirnir að bora allan tíman á meðan við vorum í Meditation þannig hún fór eitthvað ofan garðs og neðan. Eða jafnvel utan garðs!
En já ég ætla bara að vera róleg í kveld og hvíla heilan! Sjá svo til á morgun hvernig mér líður og hvort ég hitti krakkana þá. Ætla að leyfa mér að vera tengd tölvunni í kveld og vonast til að ná að spjalla við einhverja. Svo ætla ég að svara emilum, sem héðan af verður bara svarað þegar ég hef tíma í vikunni, annars um helgar. Svo ætla ég að skipuleggja mig og horfa á dvd.
Og halda áfram að borða múffur svo ég verði stór og stærri!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2008 | 19:01
Tölvubann
Þá fer fyrsta vikan alveg að klárast. Búin að læra meira á henni en ég bjóst við. Er líka fáránlega þreytt. Ég er farin að sofa fyrir miðnætti og tek það helst ekki í mál að fara að sofa eftir kl. 11pm! Já, ÉG! Nátthrafninn sjálfur!
Þannig ég geri ekkert annað en að vera í skólanum allan daginn. Kem svo heim og elda, fer aðeins á netið, í sturtu og svo bara að undirbúa mig fyrir svefninn sem gerist alltaf yfir seríum eða myndum því mér finnst fátt leiðinlegra.
Annars held ég að ég sé addicted to my computer. Töluðum í SofA-tíma um daginn að sumir væru háðir tónlist. Væru alltaf með tónlist i eyrunum en það er víst ekki nógu gott því þá er verið að skapa background noice til að trufla eitthvað sem við viljum ekki hugsa um.
Ég er reyndar þannig líka og hef alltaf kveikt á tölvunni þegar ég er heima og er tengd við facebook, gmail, msn og skype allan tíman! Og á næturnar þegar ég er sofandi þá er ég alltaf inni á msn og skype. Það er nefnilega alltaf kveikt á tölvunni á næturnar því ég sofna alltaf yfir mynd eða seríu eða með tónlist í gangi. Stundum reyndar leyfi ég henni að verða batteríislaus á næturnar.
En allavega í þessum umræðum um músíkfíknina þá svona áttaði ég mig á þessari tölvufíkn minni og tónlistar- og að-sofna-yfir-mynd-fíkn. Reyndar áttaði ég mig á tölvufíkninni fyrr þar sem ég var farin að teygja mig í tölvuna án þess að ætla að gera eitthvað í henni. En þetta er samt aðallega að-vera-online-fíkn. Finnst ég annars svo einangruð.
En þessu þarf ég víst að hætta. Ein stelpa í bekknum var sett í tónlistarbann í sólarhring og Bragi var settur, eða setti sjálfan sig, í þriggja vikna tónlistarbann! Held ég gæti þetta aaaaaaaldrei!
So plz farið að senda mér emil og kommenta hérna svo ég heyri eitthvað í ykkur! Ætla að leyfa mér klukkutíma á dag með tölvuna í gangi. Shi! Á eftir að missa vitið!
Eigum víst að læra að líða vel í þögn og hugsa um leiklistina og okkur sjálf sem leikara. Enda er okkur gefið NÓG að hugsa um í þessum tímum!
Svo dó ég í fimleikatíma í dag! Hann lét okkur hoppa og hlaupa eins og maniacs! Ég dó! En var síðan mega góð í kollhnísunum, handahlaupunum og að standa á höndum!
Fór líka í sirkus-tíma í dag þar sem ég lærði að djöggla - sem ég kunni- og að snúa svona diskum - sem ég kunni líka. En lærði bara nokkur fleiri trix við bæði í staðinn.
Svo var Sofa-tími með nýjum kennara og var rætt um Awereness. Það var skemmtilegt og lét mann alveg hugsa mikið eins og flest allt sem manni er kennt í þessum tímum. Hlakka til að fara að temja mér þá hugsun sem er verið að leiða okkur í.
En núna ætla ég að hætta að vera í tölvunni....úfff....ef ég get...!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.9.2008 | 21:37
Kassar
Jei! Kassarnir mínir komu í dag! Bjóst ekki við þeim fyrr en eftir viku. Þannig ég er búin að streða í kveld við að reyna að koma öllu fyrir sem er soldið erfitt því ég á engin herðatré! Því verður kippt í liðinn sem fyrst.
Og núna er þetta sannkölluð kassaparadís þar sem ég ákvað að nýta kassana sem húsgögn. Þannig er ég með kassahillu og kassa náttborð, kassasnyrtiborð, kassasófaborð, kassa"kommóðu" og kassaóhreinatau. Svo er ég svo heppin að eiga haugana af sjölum til að henda yfir þá svo þeir líti ekki svona kassalega út.
En núna fer að komast mynd á þetta herbergi. Set inn myndir þegar ég er búin að kaupa herðatré.
Ég og Aron ákváðum að brjóta mæta-of-seint-ísinn í dag og mættum korteri of seint. Vorum ekki búin að kynna okkur reglurnar alveg þannig við héldum við yrðum sektuð um 25 pund en það er ekki fyrr en í annað skipti á hverri önn. Fáum sem sagt eitt "frítt" skipti á önn í að sofa yfir okkur. Vissum ekki heldur að við áttum þá að fara og horfa á jógað, þannig við fórum bara á pósthúsið og keyptum stílabækur.
Í sofa-tímanum kláruðum við kynninguna á námsefninu og byrjuðum að pæla í complexes sem eru hugsanakeðjur og hvernig allar hugsanir tengjast við aðra og tengja saman allar keðjurnar. Fengum síðan dæmi um hvernig við ættum að nýta þetta í karaktersköpun. Meira um það á morgun.
Svo lærðum við að steppa og eigum helst að kaupa okkur steppskó fyrir næsta tíma. Held ég verði að kaupa þá fyrir þarnæsta tíma þar sem peningurinn er að klárast þennan mánuðinn.
Finnst soldið bján að við höfum ekki fengið lista yfir hvað við þyrftum að kaupa með staðfestingunni eða eitthvað. Fullt af dóti sem við þurfum að kaupa sem var ekki einu sinni búið að nefna við okkur að við þyrftum að kaupa.
En það er kúl að eiga steppskó.
Fórum líka í Historical Dances sem mér finnast æðislegir tímar. Hlæjum mikið og þetta er svona tiltölulega einfalt og líka gaman að kunna að dansa dansa frá miðöldum og fram að 19. öld. Eða það finnst mér allavega. Menúetta og svona.
Svo er fyrsti leikstjóraneminn, hann Unnar, búin að bóka mig í verkefni hjá sér. Þau eiga að búa til kyrrmynd og ná fram hugsun í henni og eitthvað þannig. Verður án efa athyglisvert að vinna það.
Þannig allt gott að frétta frá Brittaníu í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)