10.9.2008 | 04:40
Nátthrafn
Það er nú bara þannig. Ég er alltof mikill nátthrafn!
Samt langt síðan ég hef tekið svona svakalega á því í þeim efnum. Klukkan að nálgast fimm um morgun og ég búin að vera frá því einhverntíman í kveld að nostalgíukastast með gömlum myndum frá í framhaldsskóla og geisladiskum frá svipuðum tíma!
Það er svo seinlegt að pakka og svona þegar maður þarf að fara í gegnum fullt af dóti.
Maður nefnilega finnur alltaf einhverjar minningar ;o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.9.2008 | 15:23
Hreyfanleiki
Þá er það komið á hreint. Orsök bakverkja minna og fleiri verkja er að ég er OF hreyfanleg! Og núna þegar ég hef verið í margra ára hreyfingarleysi og líkamin ætlar að fúnkera þannig þá bara kunna liðirnir og fleira þannig dót ekki að vera þannig.
Þetta er víst út af balletinum. Brakar og brestur í mér líka út af þessu.
Blessaður sjúkraþjálfarinn var að reyna að hnykkja mjöðmunum eitthvað en það eina sem gerðist var að hann pakkaði mér saman. Þá komst hann að þeirri niðurstöðu að ég væri of hreyfanleg og spurði hvort ég hefði verið í ballet.
"ehhh já í 8 ár..."
Sagði mér að ég bæri þess greinilega merki.
Sagði mér líka að þar sem ég væri að fara í frekar líkamlegt nám núna myndi ég finna fyrir því til að byrja með að vera svona hreyfanleg en síðan myndi allt byrja að fúnkera vel.
Og ég sem hef alltaf gefist upp á hreyfingu eftir ca. mánuð því ég finn svo svakalega fyrir því í liðum og þess háttar!
Og ég orðin tilneydd að jógast og teygjast og hreyfast ALLA mína ævi....svona ef ég vil ekki vera endalaust í sjúkraþjálfun!
Jibbíkæjei mamasíta!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2008 | 00:24
Ojbara
Er búin að vera að sortera föt og reyna að skipuleggja pakkningu síðan kl. hálf fimm í dag! Veit ekkert leiðinlegra en að þurfa að pakka og þegar ég þarf svo að pæla í hvað ég mun nota næsta mánuðinn, jafnvel tvo, og hvað ekki þá er þetta orðið ótrúlega frústrerandi!
Og ef þið eruð á leiðinni til London í september, október eða nóvember og getið gripið með ykkur tösku fyrir mig þá megið þið endilega láta mig vita :o)
Annars var helgin fín. Keyrði suður í gær og hitti Arnrúnu og co. og þar með talið Hugrúnu Birtu smápeð. Hún er með mikinn lubba sem raðar sér í móhíkanagreiðslu og er auðvitað mega krútt!
Svo var Cosi fan tutte-partý í gær. Það var fámennt en góðmennt og enduðum við á að krassa annað óperupartý niðri í Íslensku Óperu. Alltaf gaman að hitta það góða fólk. Svo var haldið á Næsta, en ekki hvað, en ég nennti ekki að vera mikið þar þannig ég, Arnór, Elfa og Steini fórum eiginlega bara á pöbbarölt. Svo enduðum við Elfa á Rosenberg en þar var ekki stoppað lengi en pikkað Jón Svavar Cosi-félaga upp sem hafði ekki komist í partýið. Svo ætluðum við að kíkja á óperuliðið á Næsta en hittum það bara fyrir utan hann þar sem sumir voru á leiðinni heim og sumir á Ölstofuna. Við ákváðum þá að fara heim.
Vaknaði svo í morgun með craving frá helvíti í Eldsmiðjupizzu! Þegar þeir svöruðu ekki símanum eftir 10 mínútna bið þá fékk Hrói Höttur að njóta góðs af. Svo var bara letibikkjast þangað til að sortunin mikla hófst!
í vikunni er enn frekari sortering, skipulagning, hittingar hér og þar og allavega eitt partý.
Lifið heil!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2008 | 22:02
Bróðir
Það er danskur þáttur í gangi í sjónvarpinu og allt í einu var ég farin að hugsa á dönsku!
Hitti Gunnar "nýja" bróðir minn í kveld og dóttur hans Elísabethu. Þegar hann kom óskaði ég þess að ég væri 7 ára því ég fyltist af löngun til að vera með svokölluð gestalæti. En það sæmir ekki 23 ára ungri konu. Þá varð þetta bara skrítið í smá stund því mest öll orkan fór í að vera ekki með gestalæti en svo fór þetta að renna.
Svo var horft á Alvin and the Chipmunks.
Góð kveldstund í faðmi fjölskyldunnar :o)
Svo bara geymslusortering og berjamór á morgun og bruna suður með stoppi hjá Arnrúnu syss á Sauðárkróki á laugardaginn!
Tíminn flýgur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2008 | 13:53
LÍN
Og þá er LÍN komið í gegn!
Og þá er ég búin að borga skólagjöldin og gera fjárhagsáætlun!
Og þá á ég bara eftir að sortera dótið mitt og pakka!
Score!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.9.2008 | 16:10
Herbergi
Er komin með herbergi í London til að búa í - skúbbidí!!
Núna er bara að bíða eftir að allt troðist í gegn hjá LÍN!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)