Færsluflokkur: Menning og listir

Eins trés hæð

Jæjajá! Langt síðan síðast!!!

 Held ég hafi sjaldan verið jafn löt að blogga! Reyndar er mikið að gera og líf mitt búið að vera ansi þvælt upp á síðkastið en núna er ég að vinna í því að ná því á réttann, skipulagðann kjöl aftur ;o)

 Byrjaði á beðherberginu...Er búin að vera að reyna að þrífa það aðeins en á fostudagskveldið komst ég að því að það var ekkert mjög gjarnt á að láta þrífa sig...2 umferðir með Cif og enginn munur sást! Þá var náð í gömlu, góðu stálullina ;o) Og galdrar gerðust! Núna er sturtan mín loksins orðin hrein og fín og líka gólfið á baðherberginu!! Ég þoli illa skítug böð og sturtur...Og þetta tók allt í allt 3 tíma...núna er bara eftir klósettið, skápurinn og vaskurinn...já og veggirnir að neðan :o) Tek það kannski í kveld ef ég verð í stuði ;o)

 Fór í leikhús á sunnudaginn...fór á Umbreyting-ljóð á hreyfingu. Það er yndisleg sýning! Svo falleg og snertir mann svo mjúklega, sorglega og gleðilega! Algert augnakonfekt og sálargull! Ekki láta þessa sýningu framhjá ykkur fara! Feel-good sýning af bestu gerð :o)

 Já síðan í síðustu viku sýndum við afrakstur námskeiðsins hjá Benna Erlings og Charlotte í Þjóðleikhúskjallaranum við góðar undirtektir :o) Mjög góður endir á fræðandi námskeiði. Forvitnir geta séð gagnrýni á tmm.is en því miður held ég að ég geti með vissu sagt að þeir sem misstu af þessu séu algerlega búnir að missa af þessu :o/

 Fjölskyldan mín að norðan lét líka aðeins sjá sig í bænum og var mjög gaman að hitta þau...held ég hafi ekki hitt þau síðan í ágúst! Er líka að plana að fara norður næstu helgi :o) Er farið að langa mikið heim í Fjall :o)

 Svo komu mamma og Gulli heim frá Kosovo í gær og það var gott að fá þau heim :o)

Held það hafi fátt annað svona merkilegt drifið á daga mína síðustu daga, en þó gæti það alveg verið...minnið er bara svo agalegt!!!


Leikhús

Já, þá er enn einn dagurinn risinn!

Í gær sá ég Danny and the deep blue sea...Mæli alveg með að fólk tékki á henni, allavega efþað hefur gaman af því að fara í tilfinningarússíbana í leikhúsi! Ég elska að fara á þannig leikrit! Elska að gráta í leikhúsi :o) Og það gerir maður þarna! Maður fær líka að hlæja aðeins og svo eftir að lekritið er búið þá situr maður eftir með fullt af spurningum...manni langar að vita meira :o) Langt síðan ég hef farið á þannig leikrit og mér finnst það líka mjög gaman! Leikararnir eru góðir og gera mjög vel...fannst það samt gerast 2x að þeir misstu niður smá orku en þau fundu hana mjög fljótt aftur...Nektarsenan er mjög flott! Oftast finnst mér nekt á sviði kjánaleg og auk þess fara leikarar sem er naktir á sviði oft að gefa frá sér svona "ég-er-að-fara-hjá-mér" orku..En ekki þarna! Mjög flott og flottar hreyfingar, tónlist og lýsing gerðu þetta að töff atriði! Ég fékk alveg nokkrum sinnum gæsahúð og maður fann svo innilega til með þeim og gladdist líka með þeim! Sýningin er einn og hálfur tími en mér fannst ég bara búin að vera þarna í hálftíma og brá þegar allt í einu hún var bara búin! Lýsingin var líka mjög skemmtileg og kryddaði allt heila klabbið mjög vel...Ég mæli alveg með þessari sýningu! Fannst reyndar stundum erfitt að ná hvað þau voru að segja því það er töluð lágstéttarenska, enda er þetta um lágstéttarfólk, en það gerðist samt örsjaldan.

 En núna ætla ég að fara og finna mér eitthvað að borða :o)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband