Og annað!

Ætti að vera að taka til en í staðinn blogga ég...!

 Íbúðin í klessu af því ég hef ekki verið hérna nema rétt yfir blánóttina seinustu 2 vikur...Allt í góðu með það en grey kisa er orðin frekar einmana! Ég hef eiginlega áhyggjur af henni því að hún er alltaf ein! Og svo þarf ég alltaf að loka inn í öll herbergi þegar ég er ekki hérna eða er sofandi því hún er svo mikil argintæta! þannig hún hefur svona 8 fermetra til að vera á allan daginn og alla nóttina! Og af því að húner svo einmana þá er hún alltaf að vekja mig á næturnar...mjálmar og mjálmar og klórar í hurðina....og er meira að segja núna búin að læra að opna hana! Grey skinnið :o( Er með huge ass moral yfir þessu!!! Vill einhver kisu sem er ekki sú hlýðnasta í heimi, mjálmar mikið, tekur æðisköst og er rosalega einmana? Sandkassi, matarbakki og klóra fylgir!

 Held ég verði að gefa hana, það á enginn að þurfa að vera svona mikið einn :o/

 Og guð minn góður hvað ég er orðin þreytt!! Frekar mikið að gera og svo er bara allskonar annarskonar álag á manni! Verð samt bara að reyna að útiloka það og einbeita mér...en það er ekki auðvelt!

Bara sama gamla að frétta...Bingó, sem gengur þokkalega, er samt að verða pínu stressuð yfir tímanum sem við höfum...finnst ekki mikið af tíma eftir en mikið af öllu öðrum sem er ólokið!

Svo er það óperudeildin þar sem Sibylle komst að því að fólk getur dansað og nú dansar maður allan daginn! Held ég dansi meira í þessari uppsetningu en ég syng! En það er samt ógeðslega gaman! Var farinað sakna þess svakalega að dansa!

Svo var Fanney systir í bænum yfir helgina og kíktum við í 30 ára afmæli hjá Arnrúnu systur okkar í gærkveldi...það var mj0g gaman :o) Maður hittir hana alltof sjaldan þó hún búi nú bara í Hafnarfirði! 

Og þá er það komið held ég...enda kemst ekkert meira inn í sólarhringinn hjá mér, svona ef ég á að sofa eitthvað ;o)

 

En núna verð ég að taka til og henda ruslinu :oþ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kattar greiið, þú verður bara að taka hana með þér á æfingar og í skólann, þá líður henni eflaust miklku betur.

Kalmar (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 23:18

2 identicon

hmm ég kommentaði hérna í gær...ég var þá að segja að þú ættir já að losa þig við kisuna því þetta er meinóholt fyrir ykkur báðar...u know what I'm saying....dear dear dear....samt þú færð þér bara kisu seinna....þegar þú hefur tíma...svo eru kisur ekkert svo æðislegar lengur...bara svona hjá öðrum...alla vega nenni ég ekki að hafa kisu.

Fanney Vala (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 10:06

3 identicon

hmm ég kommentaði hérna í gær...ég var þá að segja að þú ættir já að losa þig við kisuna því þetta er meinóholt fyrir ykkur báðar...u know what I'm saying....dear dear dear....samt þú færð þér bara kisu seinna....þegar þú hefur tíma...svo eru kisur ekkert svo æðislegar lengur...bara svona hjá öðrum...alla vega nenni ég ekki að hafa kisu.

Fanney Vala (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 10:06

4 Smámynd: Jenný Lára Arnórsdóttir

Ég þarf sem sagt að vera búin að losa mig við köttinn áður en þú flytur inn ;o)

Jenný Lára Arnórsdóttir, 23.1.2007 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband