Eitt í viðbót!

Bloggedíbloggedíblogg!

 Hugleikur á fullu þessa dagana að æfa 2 leikrit :o) Svo er náttúrulega þorradagskráin í þjóðleikhúskjallaranum :o) Og svo vorum við að fá einhverskonar styrk í 3 ár frá Reykjavíkurborg....held ég....kynnið ykkur það betur á www.hugleikur.is  já og þar getið þið líka fylgst með æfingaferlinu bæði á Bingói og Epli og eikum :o)

Fórum í dag að finna okkur búninga fyrir óperudeildardæmið sem enn hefur ekki hlotið neinn titil! Það tók mig alveg tæpa 2 tíma að finna búninga bæði á mig og stelpu sem komst ekki í búningamátun. Ekkert smá mikið af klæðnaði þarna! Og fyrsta búningageymslan sem lyktar ekki eins og gömul svitalykt, meik, hreinsikrem, gamalt vatn...tja bara eins og búningageymsla! Mjög snyrtilegt :o) En maður sumsér fann þessa 3 búninga sem maður á að vera í og allir smullu þeir á mann ;o)

Svo var ein æfing hjá kórnum...þ.e.a.s. okkur 5 stelpunum sem erum í engu og öllu ;o) 

Í ljóða- og aríudeild í dag var Jónas Ingimundarson að spila undir og kenna okkur í leiðinni...það var mjög áhugavert og sýndi manni hvað það þarf oft lítið til að lag sé annaðhvort frábært eða lélegt.

Svo var ég þess heiðurs aðnjótandi að Anton Steingrüber hékk yfir okkur Signýju í söngtímanum mínum sem frestaðist til 17:30 út af óperudeildinni...hann var nú reyndar aðallega að líma handritið saman en skaut samt inn athugasemdum og svona...þakka samt guði fyrir að hafa ekki verið bara í tíma með honum, hefði ekki meikað það að láta rakka mig niður í dag á tungumáli sem ég skil bara til hálfs! ;oþ Annars gekk mér bara vel að syngja mitt í tríóinu sem ég, Hildigunnur og Aron Axel munum taka á tónleikunum (vonandi) sem verða í lok febrúar :o)

Tók svo loksins alminnilega til í eldhúsinu áðan! Tók það algerlega í gegn! En það hafði verið vanrækt eins og baðherbergið örugglega í svona marga marga fullt í helling tíma! En núna er það hreint og fínt :o) Og mér líður svo vel! Þó ég lykti eins og skúringafata! Enda er málið að fara bara að skella sér í sturtu, svo fá sér te og hunangsvöfflukex og sofna yfir sjónvarpinu :o) Eða lesa...er ekki búin að ákvað hvort ;o)

Tchüss! (eða hvernig sem maður skrifar það) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband