Mér líður skringilega...!

En samt á góðan hátt ;o)

Sýningum á Algjörum draumi er lokið og aumingja þeir sem ekki sáu ;o) Lokapartýið var skrítið og skemmtilegt :o)

Og síðan þá er maður eiginlega bara búin að liggja í leti ;o)

Skrapp samt á tónleikana hjá Agli í Aratungu á laugardeginum og var það fínt eftirmiðdegi, skemmti með hinum Grisettunum í sextugsafmæli og það var spes, og kíkti á Rosenberg sem er alltaf kósí :o) Gerðist nú ekki margt meira um helgina hjá mér :o)

 Og lítið annað búið að vera um að ske nema Draumurinn og skólinn, en ég skellti mér í tíma til Steingruber og Janet meira að segja á sama deginum! Það var mjög lærdómsríkt og fann maður margt nýtt í röddinni sinni og aðferðum :o) Annar tími hjá Grubernum á morgun og svo ætlar hann að mæta í söngtíma á þriðjudaginn :o)

 Og svo styttist í tónleika og ég er alvarlega að kúka á mig af stressi yfir tímaleysi!! Hef ekkert sinnt mínum lögum í þessu óperudeildarbrjálaði og er því ekki með neitt sem mér finnst nógu vel undirbúið, en ég er náttúrulega með maníska fullkomnunaráráttu þannig kannski verð ég aldrei ánægð...nú og svo er ég með tvo dúetta með Björgu og svo tríó með Aroni og Hildigunni og shit hvað ég er líka stressuð yfir því!!! Þess vegna ætla ég fátt annað að syngja núna það sem eftir er af þessum mánuði og reyna að vera dugleg að æfa mig...

...Jafnvel þó að freisting til að letibikkjast  bara verði á ca. öðru hverju strái ;o) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

dondlon baby bara bráðum

fannZla (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 16:56

2 identicon

Það er gott að líða skringilega.  Og nauðsynlegt að letibykkjast.  Og hræðilegt að missa af óperunni þinni :o(.

Gerður (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 09:03

3 identicon

eru þá strá strá almennt löt?

http://consiglieri.bloggar.is 

Hörður S. Dan. (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 11:50

4 identicon

Vó, þetta er djúpur humor!! :)

Kalmar (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband