Íslendingar í útlöndum

Jæja...núna er ég búin að sitja í Hlöðunni í 2 tíma að gera nákvæmlega ekki neitt á netinu! Ekkert smá næs eftir keyrslu seinustu vikna!

Það sem er helst í fréttum er að Fanney systir brá sér til Skotlands í inntökupróf í leiklistina í Skoska Royal og þar fór hún í fyrsta þrepið...og þaðan í annað þrepið...og komst líka í þriðja þrepið!!! Nú er bara að bíða og sjá hvort hún tilheyri helmingnum sem fær endanlega inngöngu! Er ekkert smá ánægð með hana og mér er sama þó hún drepi mig fyrir að hafa sagt öllum hinum íslenskumælandi heimi frá þessu hér, maður bara getur ekki þagað yfir góðum fréttum ;o)

Svo er mamma í Kína...var á leiðinni til Tíbet en nei þá er bara styrjöld í gangi og hún verður að hringja hingað heim til að fá fréttir því kínverjarnir rjúfa útsendingar frá erlendum fréttastöðvum þegar minnst er á Tíbet.

Sjálf er ég bara stödd í Reykjavík og ætti að fara að læra kórtexta og klára þessa búninga af og jafnvel reyna að ákveða hvað ég ætla að gera næsta vetur :o)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

summan af tíu og sjö er mjög auðveld

en já hahaha þrjátíu einingar í stærðfræði og ég tilheyrði þessum heimi ekki lengur

þrír áfangar ollu töluverðum heilaskemmdum og ég verð aldrei söm

en já...maður veit samt aldrei að hverju þau eru að leita þetta lið og maður verður bara að treysta á örlögin, okkur er greinilega ætlað eitthvað meira og stærra!!

en vá frábært með systur þína! þið verðið svona eins og Olsen gellurnar...nema bara ekki alveg nákvæmlega eins

guðrún sóley (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband