26.3.2008 | 20:07
Plöggidí
Var að lesa blogg frænku minnar hennar Rikku og þar benti hún á frábæra setningu:
Good love has music in it
Held það sé nokkuð mikill sannleikur í því!
Svo er komið að frumsýningu á 39 og 1/2 viku hjá Hugleik. Þar var ég að sjá um búninga og vildi óska að ég hefði ekki þurft að gera það á svona miklum framhjáhlaupum :o/ Hef eiginlega ekki haft nokkurn tíma. Er samt þokkalega sátt við útkomuna. En allir að drífa sig á þessa skemmtilegu sýningu! Held það sé meira að segja frítt fyrir þungaðar konur og maka þeirra!Fengum búninga í gær í Óperustúdíóinu auk þess sem það var loksins komin leikmynd. Lofar mjög góðu. Vorum reyndar soldið crappy í gær en ég held það sé bara út af öllu páskasúkkulaðinu sem ætti nú að vera komið út úr systeminu á morgun!
Athugasemdir
Engin lyf og það er vandamálið...
En já það er rosa stuð að vera í ruglinu...og það í tíu daga!!
Ég get þó alveg viðurkennt að ég er orðin frekar þreytt á þessu og hlakka til að verða hress aftur, held ég hafi aldrei verið svona mikið veik í svona langan tíma
og bíddu bíddu bíddu mín kæra hvað segirðu mér af Gael?
Guðrún Sóley (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 23:27
ÓMÆGOD
okei væri þá ekki ráð að kannski barasta DRAGA MIG MEÐ ÞÉR
pff nú fer ég að verða frekar móðguð
við höfum ansi ansi ansi lítinn tíma enda flýr hann land í kringum 6. apríl
þú verður að kortleggja leiðir hans fyrir mig svo takmark mitt náist
þ.e.a.s að geta með honum börn fyrir brottför
börn..í fleirtölu..börn
hugsaðu þér svo komum við saman á 9 og 1/2 vika og fáum frítt inn...oh, hve dásamlegt það verður!
Hola hombre, como estas?
rósrauða skýið fikrar sig nær og nær...
Gúðrún Sóley (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.