30.3.2008 | 17:16
Annað plögg
Nóg að gera eins og vanalega!
Vildi bara benda ykkur á að Cosi fan tutte er komin í sölu...bara skella sér á opera.is og panta miða. Miðinn kostar bara 1000 kr. sem er hlægilegt verð fyrir óperusýningu! Þetta er stórskemmtileg sýning og var ég að heyra útundan mér að þeir sem hefðu fengið að sjá eitthvað af henni segðu að þetta væri ekki líkt neinu öðru!! Ágústa Skúla er að leikstýra og hefur því dregið fram kómíkina og horrorinn sem felst í þessu verki. Það verða aðeins 4 sýningar og því er um að gera að panta núna. Svo sést glitta í yours truly einhversstaðar í kórnum ;o)
Athugasemdir
tveimur og níu?
af hverju ekki níu og tveimur?
það hljómar að minnsta kosti mun auðreiknanlegra...
ég kem á föstudag!
skammast mín fyrir að segja að þetta er í fyrsta skipti sem ég fer í óperu
svo þetta verður upplifun
vonandi frábær
örugglega...
og já svarið er ellefu
ég fattaði það núna
Guðrún Sóley (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.