6.4.2008 | 13:54
Frumsýningardagur
Þá er hinn stórmerkilegi frumsýningardagur runnin upp. Aðeins 1 miði eftir á frummarann, en gæti farið fljótt, og uppselt á 2. sýningu og er að seljast hratt á 3. og 4. sem eru 11. og 13. apríl þannig það er um að gera að skella sér á www.opera.is eða hringja í síma 511-4200 og panta miða, en hver miði kostar einungis 1.000 kr. hvar sem er í salnum - ótrúlega ódýrt!
Eitthvað af fólki sem á að hafa vit á leikhúsi hefur verið að kíkja á rennsli hjá okkur hafa sagt að þetta sé ólíkt öllu sem þau hafi séð :oP Og mamma kom á general (því hún kemst ekki á neina sýningu) og henni fannst þetta mjög flott sýning og vel unnin...og hún segir það ekki bara þvía ð hún er mamma mín...henni fannst t.d. Bingó ekkert spes og sagði mér það alveg...hún er ekkert það góð í að ljúga heldur ;o) Og eru nú margir sem telja að það sé hægt að taka mark á henni í sambandi við sýningar ;o)
En ég veit að þetta er flott sýning og einsöngvararnir eru drullugóðir og kórinn þrælmagnaður!
E nnúna ætla ég að hætta að dásama þessa sýningu sem ég er í og opna miðasöluna ;o) Endilega hringið núna á milli 14 og 15:30 ;o)
Og svo minni ég á 39 og 1/2 viku hjá Hugleik - www.hugleikur.is ;o)
Athugasemdir
summan af níu og átján
..sú erfiðasta hingað til
deeeem ég kemst ekki á neina sýningu!!
ég græt í koddann minn jenný...
oh mig langaði svo mikið að koma, hef aldrei farið á óperu, aldrei heyrt þig syngja og ekki neitt...
deeeeeeem
en tutu samt og mega góðir straumar!
guðrún sóley (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.