Tímavél óskast!

Er að missa mig!

Áttaði mig á því í hádeginu að næsti vetur liti eiginlega alveg eins út og þessi sem er að klárast. Að ekkert myndi breytast og ég væri enn föst í sama farinu. Eða svona næstum því.

Þetta er hræðileg staðreynd. Ekki það að ég sé á einhverjum vondum stað. Mér finnst gaman að syngja en núna er maður bara komin á það stig að það er annaðhvort heimsyfirráð eða dauði!

Og það sem þessi vetur kenndi mér var að ég er ekki til í að leggja svona mikið á mig fyrir sönginn. Hins vegar hefur reynslan sýnt og sannað að ég er tilbúin að leggja töluvert á mig fyrir annað.

Er búin að vera að skoða leiklistarskóla úti og ég sá að það var einn sem býður upp á 1 árs foundation nám fyrir þá sem stefna á leikarann. Eða reyndar bjóða fleiri skólar upp á það en það er einn þar sem umsóknarfrestur er ekki liðinn.

Fyrir mánuði síðan hefði ég stokkið á þetta. En aðstæður hafa breyst og ég væri til í að vera á landinu næsta vetur. Tvær langanir sem takast á í mér.

Hef líka alltaf átt erfitt með að bíða með svona hluti. Vil gera það sem mig langar strax! Svo er ég líka að verða svo gömul....allavega miðað við það að úti byrja þau að sækja um 18 ára!!!

En þolinmæði er dyggð og ég mun á endanum lenda þar sem lífið ætlast til að ég endi. Maður verður bara að finna björtu hliðarnar hverju sinni.

Ég mun þó allavega klára framhaldspróf í söng. Örugglega ágætt að hafa það í rassvasanum.

Næ mér í meiri leiklistarlega reynslu.

Klára að vinna verkefnið með Helga. Það verður mikil reynsla held ég!

Safna kannski pening?

Rækta sambönd við mína nánustu.

Sko fullt af jákvæðum hlutum við næsta vetur.

Eða er ég kannski klikk að hugsa svona langt fram í tíman?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband