Allt búið - eða hvað?

Það er svo gott þegar öll svona stór verkefni klárast. En þá reyndar koma upp fullt af smærri verkefnum sem fer eiginlega meiri tími í því það þarf að smotteríast svo mikið í kringum það! Er alveg í því núna að hnýta lausa enda og hef sjaldan átt minni frítíma.

Svo lítur allt út fyrir það að það verði aukasýningar á 39 og 1/2 viku!!!! Jei! Læt vita meira seinna ;o)

Fékk disk með Bingói á sunnudaginn því nú þurfum við að fara að rifja upp hvernig við gerðum þetta. Horfði á hann í fyrsta skipti í gær og er það í fyrsta sinn sem ég sé sjálfa mig leika...já og sé blessað leikritið. Mér fannst þetta alltaf bara frekar venjulegt leikrit en það er það ekki...bara stórskemmtilegt! Og svo var fullt af dóti sem ég var ekki viss um að kæmu vel út en þá er þetta bara svona glimrandi! Stórskrýtin glimrandi sýning! Gæti verið að við munum hafa fjáröflunarsýningar í sumar og þá skal ég láta vita...megið ekki missa af þessu í þetta skipti!

Lokasýning á Cosi gekk vel og svo var heljarinnar lokapartý! Shi hvað var gaman! Skreið heim ca. 6 um morguninn...á miðvikudagsmorgni...þessir söngvarar! Alveg bilað lið!

Svo er það stóra spurningin um sumarvinnu! Þoli það mál aldrei! Af hverju getum við ekki lengt skólaárið og splæst síðan í 6 vikna sumarfrí sem yrði bara sumarfrí? Og taka upp námsstyrkjakerfi! Það er frekar óþolandi að vinna eins og hestur með náminu sínu og vinna svo áfram yfir sumarið eins og hestur!

Og er komin inn á námskeiðið hjá Rúnari í Skólanum og Fanney systir inn hjá Ágústu :o) Hlakka óhóflega mikið til!

En ætla að fara að reyna að hitta Andra núna í smá tíma áður en ég þarf að fara á æfingu og svo er Fanney systir að koma suður - skúbbidí!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

velkomin aftur fagra mær

og já takk fyrir að senda mér góðan mat

ég er bara búin að borða lakkrís í allan dag...sjeee...

og bíddubíddu Á EKKERT AÐ FAGNA ÞVÍ AÐ VIÐ SÉUM SAMAN Á NÁMSKEIÐI

huhh....

svo verðum við að fara að rífa upp diskógallana og pottastellin og fara að glamra :D

Guðrún Sóley (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband