25.4.2008 | 14:51
Atvinnuleit
Hata að þurfa að finna mér nýja vinnu í sumar...og það líka bara í 2 mánuði! Finnst ekkert leiðinlegra en atvinnuleit!
En til að líta á björtu hliðarnar þá er ég komin með vinnu næsta vetur.
Fór í leikhús í gær á Engispretturnar. Leikmyndin var gebbuð! Tónlistin var gebbuð. Leikurinn á flestum póstum góður, Gunnar Eyjólfs er æði. Leikritið sjálft mjög gott. Maður var ekkert að fara yfirum eftir þessa sýningu en hún var góð. Stundum er voða gott að fara á góða "venjulega" leiksýningu.
Fór líka um daginn á Baðstofuna. Hún var fyndin, ógeðsleg, sögulaus, subbuleg vitleysa með frábærri hljóðmynd. Stefán Hallur var góður sem marbendillinn og hreyfingarnar hjá honum voru ótrúlegar.
Í nótt dreymdi mig svo að við værum að setja Fígaró aftur upp nema bara flottari uppsetning og það var allt á seinasta snúning. Í sinni draumnum var pabbi að setja upp sýningu sem hafði verið valin sem AÁÁ og allt var á seinasta snúning þar líka. Hvað ætli þetta þýði?
Ég nennissekki!
Athugasemdir
vá sama hér
ég er að kúka uppá bak í flestu, ef ekki öllu
þrír dagar eftir af önninni og ég á beisikklí eftir að gera allt sem ég á að hafa gert á síðustu fimm mánuðum...allt...og ég er í 26 einingum
gleði gleði gleði
guðrún sóley (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.