Leikhús

Já, þá er enn einn dagurinn risinn!

Í gær sá ég Danny and the deep blue sea...Mæli alveg með að fólk tékki á henni, allavega efþað hefur gaman af því að fara í tilfinningarússíbana í leikhúsi! Ég elska að fara á þannig leikrit! Elska að gráta í leikhúsi :o) Og það gerir maður þarna! Maður fær líka að hlæja aðeins og svo eftir að lekritið er búið þá situr maður eftir með fullt af spurningum...manni langar að vita meira :o) Langt síðan ég hef farið á þannig leikrit og mér finnst það líka mjög gaman! Leikararnir eru góðir og gera mjög vel...fannst það samt gerast 2x að þeir misstu niður smá orku en þau fundu hana mjög fljótt aftur...Nektarsenan er mjög flott! Oftast finnst mér nekt á sviði kjánaleg og auk þess fara leikarar sem er naktir á sviði oft að gefa frá sér svona "ég-er-að-fara-hjá-mér" orku..En ekki þarna! Mjög flott og flottar hreyfingar, tónlist og lýsing gerðu þetta að töff atriði! Ég fékk alveg nokkrum sinnum gæsahúð og maður fann svo innilega til með þeim og gladdist líka með þeim! Sýningin er einn og hálfur tími en mér fannst ég bara búin að vera þarna í hálftíma og brá þegar allt í einu hún var bara búin! Lýsingin var líka mjög skemmtileg og kryddaði allt heila klabbið mjög vel...Ég mæli alveg með þessari sýningu! Fannst reyndar stundum erfitt að ná hvað þau voru að segja því það er töluð lágstéttarenska, enda er þetta um lágstéttarfólk, en það gerðist samt örsjaldan.

 En núna ætla ég að fara og finna mér eitthvað að borða :o)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband