1.5.2008 | 21:01
Rohipnol og smjörsýra!
Mig langar til að biðja ykkur um eitt: Passið vel upp á glösin ykkar á djamminu! Manni finnst afskaplega fjarlægt að eitthvað geti gerst þangað til það gerist. Og þetta gerist ekki bara í borginni heldur er þetta líka að gerast úti á landi.
Ég lenti í þessu núna í nótt en sem betur fer var ég umkringd góðu fólki og þetta fór eins vel og hugsast gat. Þetta var engu að síður mjög óhugguleg reynsla og ég bið þess að enginn þurfi að lenda í þessu því þetta fer oft miklu verr!
Svo er ég núna búin að heyra af nokkrum svipuðum atvikum sem gerðust nýlega þannig hafið þetta í huga þessa dagana, já og bara alltaf þegar þið kíkið út á lífið. Verið á verði!
Annars var kvöldið mjög ánægjulegt fram að þessu. Við skelltum okkur nokkrar úr skólanum á söngvaraballið í okkar fínasta og það var auðvitað mjög skemmtilegt. Ég dansaði af mér lappirnar! Svo kíktum við á Næsta bar sem var troðinn og undirmannaður þannig ég tók mig til í síðkjólnum og fór nokkrar umferðir að safna saman glösum og henda í uppþvottavélina og koma fram á bar. Hitti mömmu og Gulla þar og það hjálpaði mikið til seinna um nóttina.
Svo "vaknaði" (var samt vakandi) ég kl. 7 inni á sjúkrahúsi.
Skal viðurkenna að ég er í svolitlu losti!
Já fór líka í píanópróf og söngmat í gær. Píanóið hefði getað gengið betur - gleymdi í miðju lagi hvernig restin var og klúðraði mig í gegnum það í 3. tilraun! En söngmatið gekk ótrúlega vel og þá sérstaklega seinni 2 lögin! Hlakka til að sjá umsögnina en þessi prófdómari dæmdi grunnstigið mitt og var einstaklega spör á einkunnina þá.
Svo er það bara Skagafjörðurinn um helgina! Býst sterklega við að drekka bara Kristal með vel skrúfuðum tappa þar!
Athugasemdir
Þetta er virkilega óhuggulegt. Það er greinilegt að maður þarf að vera meira vakandi fyrir þessum hlutum því þetta getur jú komið fyrir hvern sem er. maður er svo mikið í "þetta kemur ekki fyrir mig" pakkanum.
En að hinu skemmtilega :) Mikið var GAMAN í gærkvöldi! Ég vildi bara að ég hefði ekki þambað svona mikið hvítvín... það var ekki planið að missa sig alveg :p
Ég er btw með strengi, marbletti og blöðrur á fótunum hehe.
Bara ef maður fengi að dansa svona oftar :D
En hey... ís-deit eftir tæpan klukkó.... sí jú
Elfa (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 21:39
úfff það er aldeilis! ég hef reyndar líka lent í þessu...fór samt ekki á spítala heldur var dröslað heim og vaknaði marin og blá eftir að hafa oltið niður tröppurnar heima...og fór beint að sýna sýningu á hádegi.
en síðan þetta gerðist hef ég alltaf passað glasið mitt eða glösin...eða flöskuna
sjáumst á morgun beibí!!
guðrún sóley (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 22:49
Jesús!!! Æi greyið mitt...ekkert smá óhugnalegt, en já auðvitað gott að fór ekki verr!!! Ég pæli venjuega aldrei í þessu en mun gera það núna framvegis!
Halla (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 11:19
'ufff eins gott að þetta fór svona vel...farðu vel með þig, ást úr aðaldalnum. Kv Gudfinna
Guðfinna (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 22:03
I feel u sis I feel u....mother fokkkers dont know what they're messing with...þegar fólk gerir þér mein þá fer ég í drápshug...mig svíður í bringuna og um stund er mér ekki treystandi fyrir oddmjóum hlutum í einhvern tíma....ég ætla bara aldrei að drekka aftur uhuhu...nei gríínn...en líklega ekki eitthvað í glasi nema ég haldi á því allann tímann....en jæja ég elska þig
fanney vala (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.