6.5.2008 | 17:52
Allt að gerast
Ekkert að gera í vinnunni og þá leyfi ég mér að vafra um fasteignasíður og láta mig dreyma...verst að hitta á íbúð á óskagötunni - http://mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/?eign=300536
Er komin á hjól núna og hjóla um allt eins og píla. Bleika perlan seldist sama dag og hún kom í blaðið...meira að segja fyrir hádegi!
Svo er ég byrjuð að prjóna. Fann uppskrift af skokkinum sem mig langaði í og get núna gert hann í þeim litum sem ég vil :o)
Og svo eru tölvukaup á planinu!
Allt að gerast!
Fór á bandalagsþing um helgina (Bandalag íslenskra leikfélaga). Það var bæði fróðlegt og skemmtilegt. Var líka fínt að komast aðeins í sveitasæluna :o)
Er núna bara að klára að tækla sumarið fyrir Sýni og að byrja að vinna eitthvað meira með Helga Rafni. Endalaust gaman!
Ef þið viljið vera á póstlista Hjá leikfélaginu Sýni þá sendið emil á leikfelagid.synir@gmail.com og fylgist líka með á http://www.leikfelagidsynir.blog.is/ svo erum við líka á Facebook ;o)
Og svo vona ég að fljótlega komi plan fyrir Bingó-æfingar!
Og enn og aftur: allt að gerast!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.