18.5.2008 | 14:15
Góðan dag!!
Ég sprakk ekki...en var ansi nálægt því!
Var í vinnunni í rúma 4 tíma í gær og svaraði alveg einu símtali! Ég var svo fegin þegar klukkan varð 18:00..
Hitti vinkonuhópinn frá Laugum um kveldið og það var gaman eins og alltaf. Magga bauð heim þar sem Hebbi litli var í rokkna stuði! Hann var vakandi þangað til við fórum um hálf tvö. Svo held ég að við verðum bara að fara að skilja það að hópurinn mun alltaf tvístrast þegar við förum niður í bæ þar sem við höfum ákaflega mismunandi skemmtistaðasmekk. Við Sólveig og Linda löggðum okkur fram og vorum í smástund inni á Hressó. Svo var það bara gamli góði Næsti og svo pöpparölt dauðans. Edrú manneskjan í hópnum var alltaf að draga hinar hingað og þangað, en sem betur fer fannst þeim það bara fínt :o)
Var skutlandi fólki hingað og þangað og meira að segja upp í Hafnarfjörð langt fram eftir morgni. Svo þegar ég kom heim ætlaði ég bara ekki að geta sofnað og ég er eiginlega ekkert búin að sofa og mætt núna í vinnu og ekkert þreytt. Skil þetta ekki alveg. Vona að þreytan gangi ekki í skrokk á mér seinna í dag!
Svo er ég búin að fá nýja tölvu! Hún hefur hlotið heitið Elaine the Lady og er hvítur og fallegur makki.
Og ef einhver veit um sumarvinnu handa mér og/eða íbúð þá má sá hinn sami hafa samband.
Squirley-Bob!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.