13.11.2006 | 20:03
Eins trés hæð
Jæjajá! Langt síðan síðast!!!
Held ég hafi sjaldan verið jafn löt að blogga! Reyndar er mikið að gera og líf mitt búið að vera ansi þvælt upp á síðkastið en núna er ég að vinna í því að ná því á réttann, skipulagðann kjöl aftur ;o)
Byrjaði á beðherberginu...Er búin að vera að reyna að þrífa það aðeins en á fostudagskveldið komst ég að því að það var ekkert mjög gjarnt á að láta þrífa sig...2 umferðir með Cif og enginn munur sást! Þá var náð í gömlu, góðu stálullina ;o) Og galdrar gerðust! Núna er sturtan mín loksins orðin hrein og fín og líka gólfið á baðherberginu!! Ég þoli illa skítug böð og sturtur...Og þetta tók allt í allt 3 tíma...núna er bara eftir klósettið, skápurinn og vaskurinn...já og veggirnir að neðan :o) Tek það kannski í kveld ef ég verð í stuði ;o)
Fór í leikhús á sunnudaginn...fór á Umbreyting-ljóð á hreyfingu. Það er yndisleg sýning! Svo falleg og snertir mann svo mjúklega, sorglega og gleðilega! Algert augnakonfekt og sálargull! Ekki láta þessa sýningu framhjá ykkur fara! Feel-good sýning af bestu gerð :o)
Já síðan í síðustu viku sýndum við afrakstur námskeiðsins hjá Benna Erlings og Charlotte í Þjóðleikhúskjallaranum við góðar undirtektir :o) Mjög góður endir á fræðandi námskeiði. Forvitnir geta séð gagnrýni á tmm.is en því miður held ég að ég geti með vissu sagt að þeir sem misstu af þessu séu algerlega búnir að missa af þessu :o/
Fjölskyldan mín að norðan lét líka aðeins sjá sig í bænum og var mjög gaman að hitta þau...held ég hafi ekki hitt þau síðan í ágúst! Er líka að plana að fara norður næstu helgi :o) Er farið að langa mikið heim í Fjall :o)
Svo komu mamma og Gulli heim frá Kosovo í gær og það var gott að fá þau heim :o)
Held það hafi fátt annað svona merkilegt drifið á daga mína síðustu daga, en þó gæti það alveg verið...minnið er bara svo agalegt!!!
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Athugasemdir
vei flott hjá þér fínt blogg...já minnið glatast..ég man þegar þitt fór og núna er mitt bara að renna út í sandinn ...þetta er ættgengur andskoti...nema hann sé smitandi anyways...elska þig ástin mín og hlakka mestast til að fá þig heim...nema ég nenni ekki að taka til í herberginu þínu...en samt...
fanney (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.