5.6.2008 | 15:50
Dal einn vænan ég veit
Og þá er aðeins sólarhringur í að lagt verði í hann í Dalinn fagra!
Er farið að hlakka skuggalega mikið til.
Á samt eftir að gera bókstaflega allt! Og haug ofan á það!
Er samt búin að tína til búninga sem Fanney getur haft með sér á Ágústunámskeið. And that's it!
Var að skipta úr afleysingum yfir í elligarðahóp í vinnuskólanum sem þýðir að núna verð ég bara með minn fasta hóp og ég þarf ekki að hjóla upp í Árbæ á mesta lagi hálftíma á hverjum morgni. En þetta gerir það samt að verkum að ég fékk að læra 2x um garðrækt en ekkert um öryggi, skyndihjálp eða fjölmenningu. En ég veit þó hvernig sjúkrakassinn lítur út....!
Er líka að reyna að koma saman styrktardótinu fyrir Sýni. Það virðist loksins vera að ganga upp!
Er svo búin að vera í partýnefnd fyrir Cosi fan tutte-partý/reunion og það skellur á í kveld, eða kl. 17:00 fyrir nefndina. Á reyndar eftir að fara í sturtu og taka mig til og búa til kartöflusalatið en það er allta að mjakast.
Þá er eftir að eiga símafund við Helga út af verkefninu okkar, fara í partý, þrífa alla íbúðina fyrir brottför, pakka, klára styrktarbeiðni, sofa smá, mæta í vinnuna, leggja af stað.....
Og svo koma 9 svefnlitlir dagar fullir af krefjandi verkefnum og skemmtilegheitum!
Athugasemdir
váá takk ástin mín..ég var einmitt að reyna hringja í gær í þig útaf þessu og líka hvenar við leggjum af stað..hvernar leggjum við af stað?.....halló?,.....jenný?? JEEENNNÝÝÝ??
Fanney Vala Arnórsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 09:41
æji vá ég var samt ekkert búin...en kannski er síðan þín með vörn gegn agresívu fólki....do not use caps lock....prehaps george old pall.....ég hlakka líka til..smá kvíði...er ekki búin að læra allt...een ég held það verði gaman sko...líka hjá mér og þér.... hefðum kannski átt að senda út viðvörun...eníveis...ég elska þig ástin mín....sjáumst á eftir...
Fanney Vala Arnórsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.