KALT!

Já! Nú er Jenný dugleg! Eða kannski duglegri...telst kannski ekki alveg duglegt að blogga með 3 daga millibili eða hvað það nú er....allavega ekki í mínum bókum! En það er nokkuð gott samt!

 Í dag er dagur íslenskrar tungu og fékk Hugleikur sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu :oD Þau eru veittí tengslum við verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og var þetta í 11. skiptið sem þau hafa verið veitt! Til hamingju Hugleikur og Hugleikarar :o)

 Ég var einmitt um daginn að útskýra þetta félag fyrir einhverjum og um leið og ég var að lýsa hversu fjölbreytt og margþætt starfið er þá áttaði ég mig á því sjálf hversu geðveikt þetta er...hef aldrei pælt í því þannig lagað...þetta var bara eðlilegt...en þetta er það bara samt ekki! Bara geðveikt!

 Hvað er svo málið með þennan helv... kulda?? Ég klæði mig í öll mín föt og er samt að frjósa! Þetta er hroðbjóður! En það hefur virkjað ímyndunaraflið og er ég byrjuð að gera snið fyrir flíspeysu sem poppaði upp í kollinum á mér einn daginn þegar ég var algerlega að frjósa!!

Svo er maður búinn að bæta á ullarsokksafnið og má alltaf bæta við það! Merkilegt hvað ullarsokkar gatast miklu fyrr en venjulegir sokkar...! Og maður er komin með sokkabuxur sem eru bómull að innan og ull að utan :o) Þó mér líki betur við kulda en hita þá má nú öllu ofgera!

Svo er ég að fara heim yfir helgina :o) Hef ekki komið heim (as in Laugar) síðan í ágúst og þá var eiginlega enginn heima því allir voru svo bissí að fara til útlanda eða eitthvert annað á landið! En núna verða allir heima :o) Og ég ætla ekki að taka neitt námstengt, formennsku-tengt, söngtengt, óperukórstengt, leiktengt eða bara ekkert tengi yfir höfuð með mér! Ég ætla að fara og slappa af!

 Það er nefnilega einhver lurða búin að vera í mér...einhver þyngsli...og það er svo ömurlegt! Það er sérstaklega ömurlegt því það eru bara 2 vikur í miðstigspróf og þegar ég lendi í svona þyngslum þá er eitt af "einkennunum" að ég syng afskaplega illa og fæ alveg svaðalega ljóta rödd! Allavega samkvæmt mínum eyrum.

Aðallega er ég nú þreytt því ég er satt best að segja algerlega búin að ofkeyra mig í haust! Er reyndar soldið búin að týna mér og er ekki að sjá fram á að hafa tíma til að finna sjálfa mig fyrir jól...En alltaf gott að nota hátíðarnar í svoleiðis dóterí ;o)

 Reyndar soldið merkilegt hvað frí, eiginlega sama hvaða frí og hvernig því er varið, það verður aldrei neitt frí! Alltaf skal ofhlaða það af stöðum sem þarf að koma við á, fólki sem þarf að hitta, hlutum til að sjá....etc. Ég er að pæla í að eyða jólunum núna bara í frí...Langar t.d. rosalega að eyða áramótunum bara í sumarbústað að lesa bækur, hlusta á tónlist, spjalla, sofa og borða :o) That would be perfect! En einhvern vegin efast ég um að ég eigi eftir að gera það! Ef ég eyði jólunum hjá pabba og Heiðu þá á mamma áramótin ef hún er á landinu og svo er alltaf fullt af partýum sem maður þarf (as in langar) að kíkja í og svona...En kannski maður taki næsta ár í að plana bara bústað yfir áramótin '07-'08 með fámennum en góðmennum hóp af fólki og góðum og miklum mat :o) Hver er memm??

 En núna er ég bara farin að bulla meira en nokkrum manni er hollt og ef þið eruð ennþá að lesa þá eruð þið líka búin að lesa meira af rugli en nokkrum manni er hollt...sem gerir okkur nokkuð jöfn...sirka...!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband