Svíþjóð


Skemmtileg ferð og ég gerði margt, eins og:

Að fara alltaf í vitlausa átt við það sem ég átti að fara.
Lærði aðeins inn á samgöngukerfi Svíþjóðar.
Svaf.
Þakkaði Guði fyrir tilvist McDonalds.
Fór í prufu.
Ferðaðist í lestinni án þess að kaupa miða.
Svaf.
Keypti fokdýrt kort.
Crash-aði sænskt gæsapartý.
Komst að því að svíar eru ekki bestir í að blanda drykki (nema ef drykkirnir eiga að vera sterkir).
Fór á flottasta staðin í bænum klædd í hversdagsföt.
Hitti hollendinginn Harry.
Varð ein eftir niðri í bæ kl. 4:00.
Því ég hélt ég vissi hvar ég væri.
En þá var ég í þarnæsta hólma við það sem ég hélt og þar með í þarnæsta hólma frá gistingunni minni.
Hitti tvo indverja sem vildu endilega að við yrðum samferða.
Hugsaði alvarlega um það að stela hjóli.
Hugaði um að leggja mig á neðanjarðarlestarstöð
Hitti securitas-gaurinn Mikael.
Var skutlað heim af Securitas-gaur.
Svaf.
Fann alveg eins "kúkú-klukku" og ég átti þegar ég var lítil.
Labbaði ein um í garði og lagði mig.
Svaf.
Hitti aaaaaaaaaalltof gamalt balsamic-edik.
Svaf.
Komst að því að allur matur er 25% dýrari á flugvellinum og 50% verri.

Skemmtileg ferð í alla staði og kom skemmtilega á óvart eiginlega á hverri mínútu!

Og núna er bara að bíða í tvær vikur!

Spila bara Bingó á meðan...!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hó!

Heyrru jú ég mæti auðvitað til Helga á laugardaginn! Hlakka til...þurfum einmitt að fara að plana þessa Flateyjarferð, stefnir bara allt í það að þetta verði þarna helgina 25-27 júlí =)

Halla (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband