16.7.2008 | 18:56
Bingódans
Sit hérna með hor í nös og reyni að búa til svokallaðan Bingódans. Í því felst að skrifa niður skref fyrir skref, hreyfingu fyrir hreyfingu, orð fyrir orð, hvert einasta múv sem ég framkvæmi í þessu leikriti. Er í leiðinni að fínisera allar hreyfingar og þess háttar þar sem Ágústa vill fá eina hreyfingu í stað 3000 hreyfinga.
Og þetta er hægara sagt en gert. Er ekki komin langt inn í verkið því ég er alltaf að reka mig á það að vera að hoppa yfir fínhreyfingar.
Í leiðinni er þetta líka mjög fræðandi (og skemmtilegt því það sem er fræðandi er skemmtilegt, ekki satt?) því maður fer að sjá sýninguna út frá nýjum víddum.
Svo gerir þetta líka bara framkvæmdina að leika í svona verki, undir stjórn Ágústu, mun auðveldari!
Fátt annað að frétta. Maður að jafna sig eftir sjokkið að hafa komist inn í skólan með svona skyndiákvörðun. Svo eru þeir búnir að feðra mig upp á nýtt. Nú er ég víst Amorsdottir. Skemmtilegt og ætti að auðvelda manni að búa til listamannsnafn - Jenny Amors...?!? Er líka nokkuð viss um að Amor kallinn hafi eitthvað haft með tilurð mína að gera.
Sýnir á siglingu. Munum að öllum líkindum frumsýna um verslunarmannahelgina og það þá úti á landi einhversstaðar, líklegast á norðuhelmingnum!
En best að halda áfram með Bingódansinn...svo ég komist einhverntíman í að búa til Verðbréfadansinn sem þarf að fara inn í hann!
Athugasemdir
óóókeiii
ég er búin á því sjiiit
en hví ó hví viljið þér svo gjarnan tala við..mig??? mín eina ósk er ölmusa í umgjörð peninga eða korta
áttu eitthvað vantalað við mig??
ókeibæ
guðrún sóley (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.