27.7.2008 | 16:46
Blogg
Var búin að skrifa hérna smá pirringsblogg án nafna eða vísana í eitt né neitt en ákvað að birta það ekki.
Bloggheimurinn er varhugaverður og verður maður víst að passa sig hvað maður segir og hvað ekki. Fólk er líka voða móðgunargjarnt auk þess sem allir halda alltaf að það sé verið að tala um sig - sem hlýtur að gefa til kynna að allir halda að heimurinn snúist í kringum sig, en þannig er það nú víst ekki. Hann snýst bara um sjálfan sig, eins og við.
Þetta sumar er búið að vera frekar kaotískt! Kannski skipulagði ég það bara ekki nógu vel, en ég held að málið sé að ég hafi ofhlaðið það. En ég er búin að læra tvær góðar lexíur í kjölfarið.
Eftir tvær vikur verður þó allt orðið rólegra. Þá eru bara tvö verkefni sem ég þarf að klára fyrir september, en ekki sjö. Já held það séu sjö verkefni sem ég hef þurft að sinna og klára bara í sumar.
Keep it simple og treystu bara á sjálfan þig!
Athugasemdir
Ætlaðir þú að skrifa eitthvað um mig, af hverju mig. ég hef ekki hitt þig né talað við þig í næstum því ár og þú bara að pirrast eitthvað út í mig. Hvað gerði ég þér. Ég bara skil þetta ekki.
Gummi Lú (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 05:00
Dem þú áttir ekki að fatta þetta!
Bið að heilsa í borg Englanna ;o)
Jenný Lára Arnórsdóttir, 28.7.2008 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.