Stiklur


Myspace vs. Facebook

Ég fíla Myspace því þar er erfitt að njósna um fólk
Ég fíla Facebook því þar er svo auðvelt að njósna um fólk
Ég fíla Myspace því þar eru fatauppboðssíður
Ég fíla Facebook því þar eru ekki fatauppboðssíður
Ég fíla Myspace því þar eru engir leikir
Ég fíla Facebook því þar er nóg af leikjum
Ég fíla Myspace betur en Facebook
Ég er oftar á Facebook en Myspace
Ég eyði í raun aaaaaaaaaalltooooooooooof miklum tíma á Facebook
I hate to love it and love to hate it!

Nóg um það!

Ég er búin að fá nóg! Hef verið að sinna einu verkefni í sumar og það hefur eiginlega BARA gengið á afturfótunum. Ég vissi að ég hefði ekki mikin tíma til að sinna því sjálf og hafði því vopnað mig fólki sem ég treysti til þess að leysa þau verkefni sem ég setti fyrir það. Meirihlutinn endaði á endanum á mér og oft á seinustu stundu. Ég er búin að fá nóg! En ég er samt sem áður ánægð með þá hlið þess sem er að ganga vel. Er í raun ótrúlega ánægð með það! Því finnst mér leiðinlegt að geta ekki þjónað því betur út af öllu sem hefur verið að fara í klúður. Ég er samt búin að læra MIKIÐ á þessu sem ég ætti að geta nýtt mér seinna. En er búin að fá NÓG!

Og afhverju lofar fólk sér í eitthvað sem það stendur svo ekki við!

Já, ég er pirruð og núna er mér sama um hvort einhver taki þetta til sín eða fólk sé að reyna að túlka þetta eða what not! Þetta er actually að hafa þau áhrif að ég bara get ekki sofið....næ ekki að sofna fyrr en seint og síðar meir og sef svo kannski í tvo tíma og glaðvakna þá bara. Ég geng fyrir stressi, pirringi og spennu þessa dagana.

Og þá er bara að anda djúpt, taka nokkrar slökunaræfingar og róandi hugsanir.

Lettland rétt handan við hornið. Hlakka mikið til! Kvíði reyndar fyrir öllum þessum farangri sem við erum með. Leikmyndin og allt props og dót er 160 kg. Ég þoli ekki að ferðast með mikin farangur, er sjálf undanfarið bara farin að ferðast með einn bakpoka. En það er nú svo lítill partur ferðarinnar! Hlakka til að sjá sýningar frá öðrum löndum - góðar og slæmar, kynnast nýju fólki, leika Bingó, koma okkur fyrir á mettíma, skemmta mér og öðrum, kynnast nýju landi og nýrri borg!

Það held ég nú!

En núna held ég að ég reyni að vinda aðeins ofan af mér með því að horfa á Fame. Hef aldrei séð það verk - hvorki á svið né skjá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

elsku snúll ég skil þig alltof vel
ömurlegt að lenda í þessum pakka

en það jákvæða er...

að þú ert að fara að horfa á FAME

ég elska fame
ég elska fame
ég elska fame

þó hún sé hallærisleg og með engum söguþráði og fjallar um fyndin vandamál eins og samkynhneigð, fátækt og foreldra...

njóttu þess að horfa á hana í fyrsta, annað og tuttugasta skipti

einhverntíma ska lég svo bjóða þér á fame kvöld ásamt 8 öðrum útvöldum félögum, öll munum við dressa okkur upp sem einhver karakter í myndinni og tala með línum hans

vá ég er strax farin að hlakka til :D

guðrún sóley (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband