2.8.2008 | 23:28
Angurværð
Það er einhver anguværð í mér núna. Hún reyndar hellist alltaf yfir mig á þessum tíma. Veit fátt yndislegra en hálfrökkrið á haustin. Ágúst er án efa uppáhaldsmánuðurinn minn. Enn sumar en samt farið að örla á haustinu á kveldin og næturnar. Og svo er svo góð lykt í loftinu. Þarf ekki meira til að gera mig hamingjusama :o)
Er að springa úr hamingju núna! Býst bara við að það brjótist buna af blómum og fiðrildum út úr brjóstkassanum á mér á hverri stundu!
Haustin eru líka rómantísk. Ekki endilega svona ástar rómantísk. Þau bara vekja upp rómantíkurtilfinningu.
Angurværð, hamingja, rómantík þannig er haustið!
Athugasemdir
Svo innilega sammála þér með haustin...það líka minn tími...knús og góðar hugsanir þín systir aha
Arnrún Halla (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 23:40
úlala
á ég að segja þér hvað er rómantískt?
að rota sig á staur og fá sér köngulóartattú á brjóstið
þú misstir af svooooo miklu mín kæra kæra
vá
guðrún sóley (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.