27.11.2006 | 13:03
Ástæðan fyrir því að maður á ekki að gleyma að blogga svona lengi!
Jæja! Ég virðist ætla að gera það að vana mínum að blogga á 10 daga fresti!
Mér finnst samt mjög gaman að blogga og skoða annarra blogg en ég bara er eiginlega aldrei á netinu! Svona er það að vera ekki bara í skóla og ekki í vinnu þar sem þú hefur tíma til þess!
Það var ótrúlega næs að fara norður, bara yndislegt! Hitti marga en ekki alla og eyddi fínum sunnudegi á náttfötunum heima við að gera allt og ekkert :o) Og fór í ökumat og bíð nú eftir nýja ökuskírteininu mínu :o)
Fór í leikhús og sá Herra Kolbert en vegna eigin heimsku sá ég bara helminginn af sýningunni (þó mér finnist nú að það eigi að ítreka það við mann ef sýningar hefjast á öðrum tíma en hinum almenna 20:00) En ég virðist hafa komið inn á fínum stað því ég vissi forsöguna svona aðeins og svo fylltist upp í götin þegar leið á ;o) Fínasta sýning þó mér hafi nú fundist gengið einum og langt einu sinni...þegar pissað var og það var ekki á klósettinu...og svo viðurkenni ég það hér með að mér finnst piss, kúk og prump húmor bara afskaplega takmarkað fyndinn! Gerist þó kannski einstöku sinnum...En já maður var mikið að hugsa aftir sýninguna :o) Og eins og ég hef sagt áður þá finnst mér það alltaf skemmtilegt :o)
Eftir sýninguna kíkti ég svo aðeins niður í bæ með Sólveigu, Eddu og Guðrúnu, en var bara róleg þar sem ég var á bíl og stutt í próf :o) Var samt mjög gaman og næs :o)
Eins og fyrr segir var ég bara róleg á sunnudeginum í náttfötunum, kíkti á Fanney í vinnuna, bakaði og skreytti piparkökur, borðaði og lærði að elda Buffalo-wings a la Pabbi og svo spiluðum við Fanney LOTR Trivial 2x og vann ég í annað skiptið! Hef aldrei verið jafn heppin að lenda á kökureitum og held ég hafi aldrei átt svona mikið af góðum giskum á jafn stuttum tíma!! :o)
Svo núna síðustu vikuna er ég búin að fara aðeins í nudd og nálastungur, hitta vini mína, minnka kröfurnar til mín sjálfrar og viti menn, ég er öll að hressast :o) Og meira að segja farin að vera orkumeiri :o)
Sem er bara jákvætt því að miðstigsprófið er á miðvikudaginn!!! En það gek vel í undirleikstíma í gær þannig ég er bara bjartsýn :o)
Fór líka á Show business dagskrána hjá óperudeildinni í gærkveldi og þetta var alveg frábært hjá þeim!! Söngurinn auðvitað frábær en svo voru þau líka með allskonar dansa og hreyfingar auk þess sem þau höfðu sína karaktera og var þetta æðislegt! Skemmtileg kaffihúsastemning í gangi og læti ;o) Mjög skemmtileg kveldstund og fólk ætti endilega að kíkja á aukasýninguna sem verður núna á þriðjudagskveldið :o) Bara hringja í síma 552-7366 og panta miða :o)
Fór líka á útgáfutónleikana hans Helga Rafns á miðvikudaginn og var það einnig mjög næs kveldstund :o) Þrátt fyrir að þetta væri á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu var mjög hlýleg, já rauninni bara heimilisleg stemming :o) Og svo er alltaf gaman að geta verið stoltur af vinum sínum :o) Og maður er bara rífandi stoltur af þessum dreng! Kannski er ég skrítin en mér finnst ég alltaf eiga smá ögn í vinum mínum, því þeir eiga alveg nokkrar agnir í mér, og leyfi mér því að vera stolt af þeim :o) Á tónleikunum spilaði hann líka nýja lagið sitt sem er lítil og sæt feel-good saga og er mjög fallegt :o) Eða það finns mér allavega ;o) En tónleikarnir voru teknir upp af Sirkus tv og verða kannski einhverntíman sýndir og þá ætti fólk alveg að tékka á því :o)
Ég fór líka á útgáfutónleika hjá Ampop í vikunni, nákvæmlega á föstudaginn. Áttu að vera á Nasa en vegna bókunarhæfni Nasa þá fluttust tónleikarnir yfir á Gaukinn. Þar var mjög kósí og leið manni eins og manni hefði bara verið boðið í heimsókn...bara verður meira...þoli ekki þegar mig vantar orð...kannski intimate...já intimate þegar allir eru svona í kös og sviðið er lágt og lítið...hefði verið meira show á Nasa sem er líka gaman :o) En þetta tókst mjög vel hjá þeim og lýst mér bara vel á nýju lögin og hlakka til að eignast plötuna :o) Svo var líka slatti af gulbrúnu flaueli þarna ;o)
Já svo var xfm forsýning á Grudge 2 á fimmtudaginn!! Flemming hafði komið að máli við mig um að ég og fólk úr Hugleik myndum vera með eitthvað húllumhæ þar og við Anna Begga og Hjalti sáum um það. Það gekk vel miðað við að við höfðum ekki fengið neitt færi á að undirbúa okkur! En Begga fór á kostum inni í sal, Hjalti sá um sitt litla hlutverk og ég fékk að bregða ca. 150 manns :oD Shit það var gaman! Og allir voru mjög sáttir við okkur :o)
En nú er þetta líklegast orðið alltof langt blogg þannig ég ætla að fara að halda kjafti!
Athugasemdir
Auðvitað stóðuð þið ykkur eins og hetjur, það verður alltaf þannig þegar þetta leiklistarlið á í hlut,- snillingar upp til hópa! knús ljúfan mín og gangi þér vel að höndla prófin og jólaundirbúning og allt!!
Halla (IP-tala skráð) 27.11.2006 kl. 16:07
Já ég held að þú og Halla eigið vinninginn í löngum bloggum. maður þarf að setja sig í stellingar áður en maður fer í það að lesa þessar skáldsögur.
Hv,
Hörður S. Dan.
http://consiglieri.bloggar.is
Hörður S. Dan. (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.