Próf í dag!

Þá er loksins komið að því!

Miðstigsprófið í dag!

Seinustu vikur er ég búin að vera svo stressuð fyrir þessu prófi! Spenntist svo upp að ég gat ekki setið því meira að segja rasskinnarnar voru alveg spenntar!

Er búin að fara að gráta 2x í tíma bara af stressi og spennu!

Samt er ég algerlega tilbúin, kann lögin alveg og þetta ætti ekki að vera það erfitt! Hef aldrei verið svona spennt eða stressuð fyrir próf!

Málið er bara að ég hef aldrei unnið svona vel fyrir próf! Nám hefur alltaf reynst mér auðvelt og því hef ég lítið þurft að leggja á mig til að ná góðum einkunum og svona en þetta er öðruvísi...í söngnum þarf maður að vinna vel...allt þarf að vera tip top! Ég vil nenfilega fá góða einkunn! Ég vil geta verið stolt af því sem ég læt frá mér!

Þetta er líka í fyrsta skipti sem að próf skiptir mig MIKLU máli!

Ég er búin að vinna svo vel og ég vona svo að það skili sér því ég á eftir að verða svo svekkt ef það gerir það ekki! 

Ætli það sé ekki von á spennufalli dauðans á eftir?!?!?!?!

Best að setja eitthvað róandi í spilarann, fá sér te, taka sig til í rólegheitunum og fara svo upp í skóla og renna yfir texta, drekka í sig andrúmsloftið, gera æfingar og hita upp :o)

Wish me luck! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér alveg ægilega vel elskan mín!  Tutu og knúúúús!

Gerður 

Gerður (IP-tala skráð) 29.11.2006 kl. 12:00

2 identicon

Þér á eftir að ganga vel í dag. Ég fór í göngutúr í gær niður að sjó og sjórinn sagði mér að Jenný mynda ganga vel í öllu sem hún tæki sér fyrir hendur í dag.

 Það var flóð, svo það hlýtur að hafa meira vægi.

http://consiglieri.bloggar.is/ 

Hörður S. Dan. (IP-tala skráð) 29.11.2006 kl. 13:14

3 identicon

tuh tuh!!

Una Dóra (IP-tala skráð) 29.11.2006 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband