21.8.2008 | 19:09
Leiðist
Já, mér leiðist.
Hef ekki gert nokkurn skapaðan hlut í dag. Nema að reyna að finna mér herbergi að búa í og svara nokkrum emilum.
Eins og ég var dugleg í gær!
Er farin að halda að ég sé haldin einhverjum svefnsjúkdómi. Er búin að sofa eins og ég fái borgað fyrir það seinustu daga. Eða 3 daga af 4 en hefði örugglega gert það 4 daga af 4 ef ég hefði haft eitthvað um það að segja.
Í gærkveldi fór ég meira að segja snemma að sofa!
Ég er semsagt að ná 12-14 tímum hverja nótt! Það er rugl! Og í morgun þegar ég vaknaði eftir 12 tíma þá stóð ég mig 2x að verki þar sem ég var farin að láta sjálfa mig dreyma. það var mjög skrítið! Byrjaði bara eitthvað að hugsa um það sem mig var að dreyma og þá allt í einu var einhver hluti af mér farin að láta draumin halda áfram og það slökknaði á mér en ég heyrði samt enn allt sem var að gerast í kringum mig og svo allt í einu fatta ég "hei, þú lést þig fara að dreyma aftur!"
Mjög skrítið!
Á ég að hafa áhyggjur?
Held að enginn nenni að lesa Riga-bloggið hér fyrir neðan. Bendi ykkur á það að neðst í því er samantekt sem er svona 3000x styttri. Ég er ekki einu sinni búin að nenna að lesa yfir þetta sjálf. Held þetta sé lengsta blogg sem ég hef nokkru sinni skrifað!
Svo er ég líka mikið að elda og borða þessa dagana. Er núna að verða búin að slátra heilum gráðaosti á tveim dögum! Namminamm! Og líka elda tvær megagóðar súpur, búa til nokkur salöt og háma í mig síld, sólkjarnarúgbrauði og hangiáleggi! Já og tvo banana! Nammi nammi namm!
Er að velta því fyrir mér að búa til pastarétt í kveld sem mun verða gerður úr einni dós af campells aspassúpu úr dós, pasta og.....dem....gráðaosti....en hann er búinn....þarf nýtt plan!
Og kannski ég ætti líka að kíkja út og hitta fólk, en það hef ég ekki gert núna í rúman sólarhring!
Ekki hollt!
Er hægt að fá góða síld í London?
Athugasemdir
góð síld og góð hvíld í london
þú meikar það!!
en já þú ert rosaleg í
D
Ó
K
J
brandaranum þínum...(spennandi að sjá hvernig blog.is höndlar þetta flipp)
en já ég er heví sátt og heví hamingjusöm, buin að undirrita afborganir næstu þrjátíu árin og komin með stimpilinn HÆTT frá MH sem er dásamleg upplifun...eða þú veist...ég þarf alveg að fara aftur á morgun og leiðrétta og fá FJARNÁM stimpilinn á ennið frekar, var nebbla orðin frekar ringluð eftir hækjuhopp í fimm tíma veseninu í morgun
aaaaallavega, ég býst við að sjá þig á laugardaginn í griiiillinu hjá dr. Rósu ikke?
guðrún sóley (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 19:49
jaaaaa
derfor skal vi jo bare pratta svenska!
sjitt ég er að hlusta á óð til Ólafs F...sjúklega fyndið
en já ég ætla líka að kíkja :) verð reyndar í bænum um daginn með fólki þannig ég veit ekki hvenær ég kíki né hversu lengi. Spurning samt að vera í bandi og reyna að vera á sama tíma svona ca????
ég hugsa að ég verði þarna um svona sjö kannski...en er ekki alveg sjor ennþá
ég fíla kolaportshugmyndina, sérstaklega í ljósi þess að mig vantar einmitt eina sál í safnið mitt
ég er komin með hugsanir, tilfinningar og huga en vantar sálina
þú færð að hanga fyrir ofan sjónvarpið
treystu mér- besti staðurinn
guðrún sóley (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 20:03
váá...ég ákvað sko þegar það voru kominn þrjú komment á síðuna mína að ég ætlaði að blogga næst þegar þú værir búin að kommenta...og það var ekekrt lítið sem þú lést mig bíða....en oo jæja allt gerist að lokum...fyndið samt..það gerist ekki ALLT að lokum....eníveis....
Fanney Vala (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.