30.11.2006 | 01:12
Sleepless in Reykjavík!
Djöfull þoli ég ekki að verða andvaka! Og pirringurinn sem blossar upp við það gerir mig bara enn meira andvaka!
Og þá erum við komin með hringrás!
En vinir mínir í That 70's show halda mér félagsskap inn í nóttina :o)
Prófið í dag gekk vel :o) Sérstaklega lögin 3 sem ég hafði tvíkrossað :o) hin innihéldu pínu skjálfta en ekkert alvarlegan, ég mundi alla texta og a.m.k. 99% af nótunum voru réttar :o) Tónheyrnin gekk svo þokkalega, eða bara svona sirka eins og maður býst við :o) Þannig ég er þokkalega sátt :o) Einkunina fæ ég svo líklega í næstu viku :o)
Og ég þakka allar hrækingar og óskir um að ég bryti fót, sem og góða strauma :o)
Og svo var ég á Óperukórsæfingu áðan þar sem við sungum í fyrsta sinn í gegnum alla sálumessuna og gekk það vonum framar miðað við ástandið fyrir viku síðan! Þetta verða alveg þrælmagnaðir tónleikar og mæli ég eindregið með að fólk kíki á þá! Þeir verða aðfaranótt þriðjudagsins 5. des. klukkan 00:30 sem er við dánarstund Mozart! Lofa geggjaðri upplifun! Miða er hægt að nálgast hjá mér!
Og svo fór ég á æfingu á Bónusförinni :o) Það er stutt og skemmtilegt verk sem verður á desemberdagskránni hjá Hugleik sem verður í Þjóðleikhúskjallaranum...plögga það seinna....legg ekki meira á ykkur en eitt plögg í einu ;o)
En núna ætla ég að kíkka á mæspeisið mitt :o)
Vona að þið séuð að ná að sofa vært :o)
Athugasemdir
skoh, datt mér ekki í hug, Jenný stóð sig vel, enda lýgur hafið aldrei.
http://consiglieri.bloggar.is/blogg/128682/#ath
Hörður S. Dan. (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.