Pikkí

 

það er fátt sem mér finnst leiðinlegra en að leita mér að íbúð til að leigja, nema þá kannski að leita að vinnu sem hentar mér og mínum áhugamálum.

En ég þarf ekki að hafa miklar áhyggjur að atvinnuleit næstu þrjú árin, en ég er búin að vera að leita mér að herbergi til að búa í í London í svona þrjár vikur!

ÞAÐ er leiðinlegt!

Maður er náttúrulega ótrúlega pikkí! Ég vil vera nálægt skólanum mínum, vil ekki þurfa að labba í meira en korter. Ég vil helst vera í double bed herbergi sem kostar ekki meira en 120 pund á viku. Og þá vil ég að allir reikningar og internet sé innifalið í því verði. Einnig vil ég helst bara búa með stelpum, þar sem maður er að fara að búa með fólki sem maður þekkir ekki og hefur alveg heyrt hryllingssögur. Og ég vil að fólk sendi mér tilbaka hvert ég á að senda mitt fólk úti, sem er að skoða íbúðirnar fyrir mig.

Og þetta er búið að taka þrjár vikur og billjón emila!

En ég vona að núna sé sælureiturinn fundinn! Kemur vonandi í ljós fyrir helgi!

Annað sem er að frétta:

Ég svaf á meðan strákarnir kepptu um gullið á ÓL. Ég var nokkuð viss um að þeir myndu tapa. Ekki það að ég hafi ekki trú á þeim og sé ekki stolt af þeim, ég bara hafði þetta á tilfinningunni.

Ég er að fara í endajaxlatöku og því verða öll plön helgarinnar að þurrkast út! Held samt að ég reyni að dulbúa mig og komast á eina leiksýningu á föstudaginn og svo vona að Bingó-félagar mínir fyrirgefi mér ófríðnina á laugardagskveldið, en þá er víst stefnt á Reunion. Og svo bara norður í sveitasæluna á sunnudag! Held samt að ég verði að beila á forbrúðkaupsveislu Steinvarar og Halla :o/ Og fresta djammi með Fanney syss þangað til fyrir norðan og taka í staðin þetta kveld sem videokveld.

But on with the show. Þarf að fara að snúast eitthvað í kringum sjálfa mig!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband