30.11.2006 | 21:44
Andarleysi!
Úff erfiður dagur búinn! Enda ekki við öðru að búast þegar maður er vakandi hálfa nóttina! Vaknaði illa og of seint og dröslaði mér út í bíl! Þar reyndar tóku kunnuglegir tónar við mér og léttu skapið mikið :o)
Vinnan var eins og við var að búast og svo ætlaði ég í sögutíma en þá var enginn sögutími þannig ég hékk bara aðeins og talaði við fólk niðri í nemendaherbergi og fór svo á Hjáróms-æfingu sem gekk bara vel...Svo kíkti ég á jólaföndur-kósíkvöld hjá NFSR og var að sökka feitt enda í engu stuði til að vera að föndra!
Mikið er gott að eiga góða vini! Mér finnst ég reyndar hitta vini mína afskaplega sjaldan, en ætli það sé ekki svona að vera ungur og atorkusamur ;o) Ég sakna þeirra oft mikið og langar til að gera eytt tíma með þeim en hef bara engan tíma! Ég hitti reyndar flesta svona einu sinni í viku í skólanum eða annars staðar en þá erum við alltaf að einbeita okkur að einhverju öðru. Mér þykir bara svo afskaplega vænt um ykkur :o)
Hlakka til annað kvöld en þá erum við mini-gengið að fara að djamma saman aftur bara 3 saman! Höfum ekki gert það í ár eða eitthvað! Ætlum fyrst í leikhús og eitthvað svona :o)
Annars bara mikið andleysi sem svífur yfir vötnum þessa stundina þannig ég held að ég snúi mér bara aftur að That 70's show ;o)
Athugasemdir
Á ekki að kíkja á ráðskonu bakkabræðra?
http://consiglieri.bloggar.is/
Hörður S. Dan. (IP-tala skráð) 1.12.2006 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.