Bróðir


Það er danskur þáttur í gangi í sjónvarpinu og allt í einu var ég farin að hugsa á dönsku!

Hitti Gunnar "nýja" bróðir minn í kveld og dóttur hans Elísabethu. Þegar hann kom óskaði ég þess að ég væri 7 ára því ég fyltist af löngun til að vera með svokölluð gestalæti. En það sæmir ekki 23 ára ungri konu. Þá varð þetta bara skrítið í smá stund því mest öll orkan fór í að vera ekki með gestalæti en svo fór þetta að renna.

Svo var horft á Alvin and the Chipmunks.

Góð kveldstund í faðmi fjölskyldunnar :o)

Svo bara geymslusortering og berjamór á morgun og bruna suður með stoppi hjá Arnrúnu syss á Sauðárkróki á laugardaginn!

Tíminn flýgur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tíminn flýgur trúðu mér

Hafðu maður var á þér

heimurinn er sem hálagler

hugsað´ um hvað á eftir fer... 

Helgi (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband