8.9.2008 | 00:24
Ojbara
Er búin að vera að sortera föt og reyna að skipuleggja pakkningu síðan kl. hálf fimm í dag! Veit ekkert leiðinlegra en að þurfa að pakka og þegar ég þarf svo að pæla í hvað ég mun nota næsta mánuðinn, jafnvel tvo, og hvað ekki þá er þetta orðið ótrúlega frústrerandi!
Og ef þið eruð á leiðinni til London í september, október eða nóvember og getið gripið með ykkur tösku fyrir mig þá megið þið endilega láta mig vita :o)
Annars var helgin fín. Keyrði suður í gær og hitti Arnrúnu og co. og þar með talið Hugrúnu Birtu smápeð. Hún er með mikinn lubba sem raðar sér í móhíkanagreiðslu og er auðvitað mega krútt!
Svo var Cosi fan tutte-partý í gær. Það var fámennt en góðmennt og enduðum við á að krassa annað óperupartý niðri í Íslensku Óperu. Alltaf gaman að hitta það góða fólk. Svo var haldið á Næsta, en ekki hvað, en ég nennti ekki að vera mikið þar þannig ég, Arnór, Elfa og Steini fórum eiginlega bara á pöbbarölt. Svo enduðum við Elfa á Rosenberg en þar var ekki stoppað lengi en pikkað Jón Svavar Cosi-félaga upp sem hafði ekki komist í partýið. Svo ætluðum við að kíkja á óperuliðið á Næsta en hittum það bara fyrir utan hann þar sem sumir voru á leiðinni heim og sumir á Ölstofuna. Við ákváðum þá að fara heim.
Vaknaði svo í morgun með craving frá helvíti í Eldsmiðjupizzu! Þegar þeir svöruðu ekki símanum eftir 10 mínútna bið þá fékk Hrói Höttur að njóta góðs af. Svo var bara letibikkjast þangað til að sortunin mikla hófst!
í vikunni er enn frekari sortering, skipulagning, hittingar hér og þar og allavega eitt partý.
Lifið heil!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.