Hreyfanleiki


Þá er það komið á hreint. Orsök bakverkja minna og fleiri verkja er að ég er OF hreyfanleg! Og núna þegar ég hef verið í margra ára hreyfingarleysi og líkamin ætlar að fúnkera þannig þá bara kunna liðirnir og fleira þannig dót ekki að vera þannig.

Þetta er víst út af balletinum. Brakar og brestur í mér líka út af þessu.

Blessaður sjúkraþjálfarinn var að reyna að hnykkja mjöðmunum eitthvað en það eina sem gerðist var að hann pakkaði mér saman. Þá komst hann að þeirri niðurstöðu að ég væri of hreyfanleg og spurði hvort ég hefði verið í ballet.

"ehhh já í 8 ár..."

Sagði mér að ég bæri þess greinilega merki.

Sagði mér líka að þar sem ég væri að fara í frekar líkamlegt nám núna myndi ég finna fyrir því til að byrja með að vera svona hreyfanleg en síðan myndi allt byrja að fúnkera vel.

Og ég sem hef alltaf gefist upp á hreyfingu eftir ca. mánuð því ég finn svo svakalega fyrir því í liðum og þess háttar!

Og ég orðin tilneydd að jógast og teygjast og hreyfast ALLA mína ævi....svona ef ég vil ekki vera endalaust í sjúkraþjálfun!

Jibbíkæjei mamasíta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

flexible lady....aha eeeeenn hæ kommenti kommenti....svo hittumst við í desember, þú spengileg eftir work outið í skólanum og ég með bjórbumbu eftir spán....things change....en ég elska þig...það breytist ekki

fannlav (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 23:33

2 identicon

Hreyfing er ekki bara góð fyrir líkamann... heldur líka fyrir sálina :)

Helgi (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband