Fjórir


Já, það eru víst fjórir dagar í að ég verði búsett í London! Þetta er allt soldið súrrealískt.

Er að hlaða inn geisladiskum inn á tölvuna mína því ég nenni ekki að ferðast með þá til London, nóg er nú um draslið sem ég fer með! Setti líka allt DVDið mitt í geisladiskatösku.

Lífið er svo fáránlega furðulegt! Það gerist alltaf allt í einu. Og svo stundum gerist ekki neitt.

Er að upplifa allar heimsins tilfinningar í einu þessa dagana...nema kannski heift og eitthvað svoleiðis. Spenna, hræðsla, tilhlökkun, söknuður, efi, bjartsýni, gleði, leiði o.s.frv. Er stundum við það að springa bara úr tilfinningum!

En allt gott samt :o) Frekar hress og lífið bara asskoti gott :o)

Núna erum við öll saman hérna í 2 nætur, ég, Fanney og Kolli. Það hefur ekki gerst frá því ég var 12 ára. Ólumst öll upp saman og Kolli ól okkur Fanney nú líklegast að einhverju leiti upp. Þetta er voða kósí.

Og nú er Fanney búin að pakka sjálfri sér ofan í tösku....já....hún er skrítin....en á góðan hátt :o)

Hitti vinkonuhópinn frá Laugum í gær og við vorum að éta allt kveldið og rokka feitt í Guitar Hero. Leikur sem mér sýnist að ég gæti auðveldlega orðið háð! Reyndar nokkrar sem mættu ekki og eru þær hér með orðnar skyldugar til að mæta í jólahittinginn!

Vá, fólk er svo furðulegt!

Já, við erum eiginlega bara nokkuð furðuleg. Erum alltaf að reyna að skilja annað fólk og líka að reyna að skilja okkur sjálf og svo eru einhver samfélagsleg gildi í gangi sem fólk nær sjaldnast að uppfylla en samt dæmum við alltaf fólk út frá þeim, já og okkur sjálf.

It's wierd!

Ég er nú bara svona að blaðra hérna á meðan ég bíð eftir að diskarnir skrifist einn aföðrum.

Eyddi alveg heilum degi um daginn í að setja diska inn á tölvuna þannig þetta er nú langt komið.

Vá, ég er að drepa sjálfa mig úr leiðindum!

Hasta la vista amigos!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband