Sagan

Oki, núna er ég að fríka smá út!

Er að skíta á mig af hræðslu og hjartað hamast í brjósti af spenningi. Söknuðurinn yfirtekur stjórn tárakirtlana og eftivæntingin stjórnar munnvikunum!

Rússíbanar komast ekki í hálfkvisti við þetta!

Grenja og hlæ á sama tíma!

---------------------------

Fanney var að fara til Spánar. Úje! Finnst svo skrítin tilhugsun að ég muni ekki sjá hana í þrjá mánuði. Trúi því eiginlega bara ekki og býst alveg við að lífið segi "bara djók!" bara eftir svona klukkutíma eða svo....!

Hún verður að fá sér webcam!

Svo uppgötvaði ég að ég mun sjá fæsta sem mér þykir vænt um næstu þrjá mánuði. Það orsakaði tilfinningaoverflow.

Og svo sé ég fólkið bara í nokkra daga og þá er ég farin aftur út og þannig mun það ganga koll af kolli í þrjú ár....og kannski lengur.

Kannski að ég verði þá loksins fullorðin!

----------------------------

Inn í mér eru orð og sögur sem mig langar að hleypa út, en þau eru læst og lokuð inni í mér. Mig langar til að segja ykkur ævintýri um hlæjandi stjörnur og rólegan mána, gersemar og gull, kryddaða kjána, bjána og rugludalla sem halda að þeir geti fengið að stjórna gangi himintunglanna, vatnsfallsins og lífsins.

Stundum stekkur samt af tungu mér lítið orð sem tengir þetta allt saman, saga sem myndast hægt og rólega. Saga sem gæti verið sögð ef áheyrendur frá öllum heimshornum, sem gripið hafa orð á lofti, myndu sameinast og púsla saman orðunum, orði fyrir orð, setningu fyrir setningu, grein fyrir grein svo úr yrði sagan.

Sagan sem hefur verið til frá örófi alda en þó er hún aldrei eins, sagan sem aldrei er of oft sögð.

Jafnvel vörðurinn, sem hefur lyklavöldin að frásagnarfrelsi mínu, veit ekki hvaða sögur þar leynast. Veit ekki að hann fengi svör við öllum heimsins gátum ef hann bara þyrði að opna smá rifu og gægjast inn.

Honum halda bönd sem ofin voru af því sem var, því sem er og því sem gæti gerst. Bönd þessi eru sem álagabönd og galdurinn sem gæti leyst þau er hugsanlega að finna í orðum mínum. Orðum mínum sem lokuð eru og læst inni í mér og aðeins hann getur opnað.

Mun einn daginn orð drjúpa af tungu minni og finna sér leið í hlustir lyklavarðarins? Eða mun hann einn daginn finna styrkinn til að losa af sér álagaböndin? Og mun hann þá opna mig og leggja eyrun við?

Eða er Sagan að týnast öllum, hægt og rólega?

-----------------------------

Verið góð hvort við annað og munið að hlusta vel!

Já og bursta vel líka!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jenný ... þarna skelltiru útúr þér einum rosalegum monolog. Monolog sem mér fannst ótrúlega fallegur. Monolog sem mig langar til að nota í verkefninu okkar!! Sá fyrir mér senur eins og "trúnó" eða upphafið... Tölum betur um það sem fyrst :)

Helgi (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 09:39

2 identicon

Já, þetta eru ofboðslega falleg orð. Og...svona þegar ég pæli í því... þrælflottur monolog líka :) knús í krús

Elfa pelfa (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband