15.9.2008 | 03:01
Pökkuð
Jæja, þá er ég pökkuð. Ein ferðataska um 20kg, bakpoki og veski. Svo verða sjö myndarlegir kassar sendir í frakt.
Ætti að vera sofandi núna þar sem ég legg af stað út á flugvöll eftir tvo tíma eeeeeeen er eitthvað ekki að nenna að sofa í tvo tíma til að vakna svo...miklu sniðugra að vaka bara - ekki satt?
Hef nú ekki mikið að segja.
Fæ tár í augun á ca. tíu mínútna fresti. Það lagast samt eftir því sem líður á nóttina. Var líka á fimm mínútna fresti fyrr í kveld. Er samt bara búin að gráta smá einu sinni í dag.
Ég er nefnilega með lítið hjarta, lítið en tough (fann ekki íslenska orðið með þreytta heilanum mínu). Þannig ég er lítil í smá stund en svo bara sussa ég á það og held áfram ótrauð!
Það er í lagi að vera lítill í sér svo lengi sem það aftrar ekki af manni.
Þetta er samt ótrúlega spennandi! Er bara að sakna allra akkúrat núna. Búin að vera að kveðja alltof mikið seinustu daga. Svo benti vinur minn á að það væri bara best að kveðja engan. Man það næst.
Ætla líka á óperu úti í september og grenja úr mér augun! Elska að fara á óperur sem eru sorglegar og grenja. Tónlistin gerir það eitthvað svo hroðalega magnað!
Ég líka þurrka aldrei augun ef ég græt í óperunni, leikhúsinu eða bíóinu. Vill sko ekki að neinn sjái að ég er að gráta! Þannig tárin bara leka niður án þess að vera þurrkuð burt. Það bætir bara á upplifunina. Mahh! Alger sálarhreinsun!
Ég ætla líka á ballet. Hann þarf bara að vera fallegur.
Svo ætla ég líka í leikhús. Það þarf bara að vera gott!
Jeminn hvað þetta er óraunverulegt en verður alveg hrottalega raunverulegt eftir tvo tíma!
Ef þið viljið svo kíkja á mig þá verð ég með svefnsófa, allavega fram að áramótum en ég vona að hvar sem ég enda eftir áramót að ég verði líka með svefnsófa þar.
Jæja, þetta kallast margt um ekkert!
Athugasemdir
Hæ sætust.. Mér leið nákvæmlega eins og þér þegar ég var að fara! Var grátandi allan morguninn!! hehehe :p
Er ekki sammála þessum vini þínum með að kveðja engann.. Þá nær maður ekki þessari sálarhreinsun sem þú talaðir svo fallega um í óperunni og í bíóinu.. Það er best að gráta með þeim sem manni þykir vænt um :)
Ef ég væri strákur og hefði lesið þessa færslu þína þá hefði ég samstundis orðið ástfangin af þér...
Þú ert æði pæði.. Risaknúúús frá Hollandi my darling :)
Sól (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 08:24
"harðgert" t.d :)
Mér fannst mjög nauðsynlegt að kveðja alla. Það var erfitt, en ég hefði ekki viljað sleppa því. Og já , það er gott að gráta.
Hlakka til að hitta þig á skype eftir að þú ert búin að koma þér fyrir :)
Helgi (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 09:34
Góða ferð elsku Jennzla pennzla :)
Vona að London taki ljúflega á móti þér.
Mundu að þú varst ekki að kveðja neinn að eilífu.. bara að segja bæ í bili :)
..Og það er sko fullt af fólki sem mun sakna þess að hafa þig á Íslandi.
Skype, Facebook, msn og email stytta fjarlægðina mikið..þó svo það sé alltaf langbest að hitta fólk og hlæja saman "in the flesh" :) Að hugsa sér hvað það hefur verið erfitt, bara fyrir 10 árum, að flytja svona til útlanda!
En jæja, nú er ég farin að röfla :)
KNÚS til þín sætabaun :)
ps. ég hlakka svo ógisslega mikið til að kíkja í heimsókn eftir hmm... 33 daga! Er búin að liggja í einhverjum London síðum á netinu og er með vöruúrvalið i H&M á hreinu!
Elfa pelfa (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.