Mætt


Jæja þá er maður bara mættur "heim"!

Dragnaðist með ca. 50kg frá Stansted í dag og í íbúðina rétt hjá Kings Cross. Var búin á því eftir það en ákvað að skella mér í næsta Tesco og kaupa svona helstu nauðsynjar. Komst að því að það er smá spöl frá þannig ég dragnaðist með þrjá níðþunga poka þaðan heim. Svo dó ég á rúminu til kl. 9pm í kveld!

Komst á netið klukkutíma seinna og þakka guði fyrir það! Var að verða pínu eirðarlaus og einmana.

Herbergið er fínt, tómt en fínt. Íbúðin er skítug. Ekki gengið vel um hérna. Ég ætla að ráðast á baðherbergið á morgun bara fyrir mig svo ég geti notað það! Ég er náttúrulega rosalegt snobb fyrir hreinum baðherbergjum.

Er búin að hitta tvo meðleigjendur af fjórum og þau virðast fín.

Á morgun er það svo líka BodyShop og að fá sér breskst símanúmer og svona millistykki fyrir klær (náði samt að svindla smá hérna núna enda verð ég að sofna yfir dvd í nótt).

Þannig það er allt í gúddí þó að hendurnar titri enn eftir áreynslu dagsins og smá subbuskap í íbúðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er sameiginlegt baðherbergi? Eins og tveir og tveir saman með eitt baðherbergi? Eða hvernig er það ?

Helgi (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 07:27

2 identicon

ohhh spennó!!! Þetta verður örugglega svo skrítið fyrst en ætti svo að venjast nokkuð fljótt...ekki það að ég hafi einvherja reynslu í svona hehe...en mér finnst það líklegt =)

Halla (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband