16.9.2008 | 19:21
Leti
Vaknaði seint, enda sofnaði ég seint. Tók upp úr töskunum og setti inn í fataskáp. Annað dót er bara á gólfinu og á spýtu sem ég setti á ofninn til að búa til hillu, en það er ekkert í herberginu nema rúm og svefnsófi. Bjó um rúmið og hef eytt deginum á sófanum, sem er mjög ólíkt mér þar sem ég er oftast í rúminu þegar ég er inni í herberginu mínu.
Fór ekkert út í dag. Er bara búin að hanga inni og skoða á netinu hvað hlutir munu kosta mig, Útkoman: MIKIÐ!
Ókei kannski ekki það mikið en maður er fátækur námsmaður auk þess sem ég verð að borga tryggingu með leigunni þennan mánuðinn.
Svo er ég komin með frunsu og vöðvabólgu frá helvíti! Enda ekki skrítið eftir burð gærdagsins.
Komst líka að því að rúmið mitt hallaði aðeins til hægri. Lagaði það á no time!
Fékk líka stundaskrá! Líst MEGA vel á þetta!
Mjáhh þetta er svona það helsta sem hefur gerst í dag.
Svo koma Sessý og Halli á morgun og allavega ætlar Sessý að hitta mig. En það verður ekki fyrr en um kveldið. Sé til hvað ég nenni að gera yfir daginn á morgun.
Letibikkjan kveður!
Athugasemdir
Hæ, gott að sjá að þúert að koma þér fyrir smátt og smátt, og já þú kannt að bjarga þér, sbr rúmið og vesenið með það.
Njóttu þess nú að vera í fallegri borg. Sakna þín strax Knús knús.
Þín vinkona Björg söngfugl
Björg (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 19:30
Knús til þín elsku Jenný, finnst svo endalaust skrítið að þú sért farin út.. tímin líður eins og versta rok og alltí einu ertu bara flutt.. Hlakka til að sjá þig í desember! :)
Og já.. ég ætla að blogga fyrir þig, svo við getum fylgst með hvorri annari :)
RósaBjörg (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.