Dagur


Ég var dugleg í dag.

Byrjaði á því að fara í sturtu í ógeðslega baðinu. Hún var annað hvort bara heit eða köld. Það lét mig endanlega ákveða að þrífa baðið því næst læt ég bara renna í bað og þá skiptir ekki máli þó það skiptist á heitt og kalt því það blandast á endanum.

Svo leitaði ég að hreinsiefnum til að þrífa með. Komst að því að hér er bara til uppþvottalögur og ekki ein einasta tuska. Svo bara ryksuga sem ég held að hafi ekki verið notuð leeeeengi miðað við hvernig stiginn lítur út.

Ótrúlega skemmtilegt :o)

Svo sendi Aldís mér sms og þá voru hún og einhverjir Bruford-krakkar að fara í bæinn, en það er miklu meira mál fyrir þau en mig. Ég skellti mér í skó og jakka og hitti þau niðri á Oxford Street. Það tók mig samt smá tíma að finna þær því upplýsingaflæðið var eitthvað að flækjast um í hausnum á mér, auk þess sem það eru bara of margar H&M-búðir með of stuttu millibili á þessari blessuðu götu.

Ég keypti mér svo breskt símakort (sími 0044(0)7531260573) og keypti mér sjampó og næringu og eitthvað sturtudót í BodyShop þar sem ég fékk mér loksinsloksins afsláttarkort (skil ekki af hverju það er ekki komið á Íslandi!) og fékk síðan fullt af gjöfum í kaupbæti :o) Nú fæ ég 10% afslátt í hvert sinn sem ég versla í BodyShop og fæ afmælisgjöf á afmælinu mínu OG vöruúttektir að mismunandi upphæðum með mismunandi millibili :o)

Svo hittum við strákana og þá voru þetta orðin ég, Aldís, Auður, Víðir, Raggi og Brynjar (og ég gæti verið að fara vitlaust með Auðar og Brynjars nöfn þarna en mig minnir alveg svakalega vel að þau heiti það!) En við fórum og leituðum að Soho en enginn var með kort og við vorum bara tvö sem höfðum eytt einhverjum tíma í London. Enduðum svo á stað sem var kínverskur og fínn og virkilega góður! Svo reyndum við að finna bjór sem gekk furðulega illa miðað við að vera í Englandi. Eftir það var ákveðið að reyna að finna næsta tubestop og röltum við niður götuna og viti menn þá vorum við bara komin í Soho! Héldum svo áfram að labba og þá sáum við Piccadilly Circus stöðina og þau fóru í eina lest og ég í aðra.

Og þegar ég var að labba heim þá fann ég næsta Pret og Starbucks og þau eru meira að segja hlið við hlið og ekkert langt í þau :o) Ég var farin að örvænta!

Á morgun ætla ég í skoðunarferð um hverfið og kaupa tuskur og hreinsiefni.

Yfir og út!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Jenný, Frétti þú værir flutt út... Vona þú hafir það gott, ég ætla kíkja reglulega eins og ég hef gert og njósna um þig.

Já ég var einmitt að segja við Arnar eða mömmu að ég býð nánast aldrei vinum í réttina til okkar, veit ekki afhverju. En gerði það í ár í eiginelga fyrsta skiptið ,og hefði svo sannarlega verið til að þú hefðir getað komið með. Hafðu það rosalega gott vina mín. Með bestu kveðju Guðfinna

Guðfinna Árnadóttir (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 20:43

2 identicon

Ætlaði bara að láta þig vita að ég kíki daglega hingað til að fá fréttir, þó ég kommenti ekki alltaf...

Ást í poka

Dísa:)

Dísa (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 21:40

3 identicon

"Enduðum svo á stað sem var kínverskur og fínn og virkilega góður!" ... ekki slæmt að vera bæði finn og virkilega góður :)

Helgi (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 07:38

4 identicon

Vá, þetta hljómar ótrúlega skemmtilega allt saman...að þú getir bara rölt upp á Oxford street...súrrealískt =) En hey...við í Langholtskirkjukórnum erum að fara til Liverpool í lok Nóv og við gistum í London í eina nótt, eins gott að við fáum að hitta á þig =P

Halla (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 08:58

5 identicon

hæhæ, er að forvitnast:D váá hvað ég held að það sé gaman hjá þér:) ef ég væri ekki í skóla þá væri ég úti að leika mér líka:)

ég mun koma hingað reglulega til að sjá hvað þú ert að gera:)

Have fun;)

Jóhanna B (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 09:40

6 identicon

Bara að láta vita að ég fylgist með þér :) Hafðu það rosa gott og gangi þér vel með að þrífa baðið og það allt.

Gunnhildur (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband