18.9.2008 | 19:04
Cherry-pie
Góðan daginn gott fólk og takk fyrir öll kommentin! Held að þið hafið sett kommentamet hérna á síðunni! Áfram áfram!
Dagurinn byrjaði á því að ég vaknaði snemma, samkvæmt mínum bókum, þegar Sessý sendi mér sms kl. 9:00 í morgun. Hún hoppaði yfir og héðan fórum við svo kl. 10:00.
Æddum beint á Pret þar sem ég kynnti hana fyrir þeim kræsingum sem þar er að finna. Og svo smakkaði ég nýtt wrap hjá þeim sem mér fannst ekkert spes en kom líka auga á eina samloku sem ég ætla að prófa næst.
Svo ákváðum við að kíkja upp í Camden því hana vantaði símakort og einhversstaðar hafði ég lesið að þar fyndist Carphone Warehouse (en ég nennti alveg endilega ekki niður í bæ strax aftur) og líka að þar fyndist Argos. Carphone Warehouse fannst eftir nokkra leit í vitlausa átt en Argos fannst ekki. Held við höfum ekki labbað nógu langt í rétta átt.
Kíktum líka aðeins á markaðinn sem var samt ekki jafn stór og um helgar en samt mega stór anyway. Þar fann ég líka þessar fínu myndir, svona málaðar myndir sko. Stelpan sagði mér að þetta væru myndir eftir listnema héðan og þaðan úr heimunum. Ég keypti það og keypti tvær myndir sem lykta alveg yndislega af olíumálningu. Þær eru báðar frekar bláar (en ekki þannig bláar sko) sem er frekar ólíkt mér því ég er meira svona rauð eða fjólublá. Er voða ánægð með þær.
Skoðuðum alveg alltof mikið en það launaði sér í því að ég er komin með brúðargjöf fyrir Halla og Heiðrúnu :oD Er mega sátt með hana!
Svo þurftum við að fara aftur á Kings Cross því Aron var að mæta á svæðið og ætlaði að fá að krassa hjá mér á meðan hann fyndi sér samastað. Hann beið pínu eftir okkur en svo hittum við hann og ég hleypti honum inn í húsið og hitti þá tvo meðleigjendur mína - hana Ninu sem ég hitti þarna um kveldið og svo Kim sem ég hafði ekki hitt áður. Hitti síðan Ninu aftur núna þegar við komum heim áðan.
En við stöldruðum ekki lengi við því við vorum búin að lofa Halla og Villa að hitta þá fyrir utan skólann okkar upp frá hjá Archway. Hittum fyrst bara Villa og við fengum að horfa á skólann utan frá því það er víst enn verið að klára að innrétta hann. Skólastjórinn sagði okkur að 80% af húsnæðinu yrði ready á mánudaginn og það myndi duga fyrstu fimm vikurnar og þá yrði allt ready.
Fórum svo og fengum okkur pítsur á stað þarna rétt hjá og þær voru nú alveg merkilega góðar! Þangað kom svo Halli og Villi kvaddi en við tók þvílíkur labbitúr til að skoða herbergi sem Aron er að pæla í. Og svo var labbaði til baka til að skoða annað herbergi sem hann er að pæla í en vorum of snemma í því þannig við settumst inn á Cafe Diana þar sem við kynntumst þessum líka viðkunnalega afgreiðslumanni sem við ákváðum að kalla Stebba frænda. þetta er alveg á horninu hjá skólanum okkar og er á plani að kanna betur hvað er boðið upp á þarna, en Aron prófaði Cherry Pie í Vanilla Custard (og bókstaflega í Custard því bökunni var drekkt í búðing sem var ofan í skál). Þetta var víst alveg ágætt og kostaði einungis 1.70 pund.
Fórum svo og Aron ætlaði að skoða herbergið en þá var búið að leigja það út. Svo við fórum bara heim. Komum samt við í Tesco og ég keypti klósetthreinsi og baðhreinsi og afmælis-issue Vanity Fair því það er eitthvað merkilegt víst í því um hana Marilyn Monroe mína.
En ég gleymdi að kaupa svamp eða skrúbb til að skrúbba baðið og hanska þannig kannski þarf ég að fara aftur í Tesco á morgun.
Og núna er maður komin í náttfötin þó klukkan sé bara að ganga átta því lappirnar á mér eru alveg búnar.
Held svo að ég haldi mig sem mest heima á morgun og þrífi svo ég komist einhverntíman í bað með allt fína baðdótið sem ég keypti í gær :o)
Ohh já þrífa á morgun og svo bað með Vanity Fair! Hljómar eins og gott plan!
Verið sæl!
P.s. Jóhanna sæta, vissulega er ég að leika hérna úti en samt ekki að leika MÉR. Bara leika. Er í skóla :o) Er í leiklistarnámi og fæ BA-gráðu og allt.
Athugasemdir
oh... Pret! hlakka svo til að fá Pret...
Jæja, akkurat mánuður í mig í dag! víí
Elfa pelfa (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 21:33
Hah, og eg fann thig:D
Juju, eg geri rad fyrir tvi ad eg Aron og Halli seum oll a eftir sama dotinu:P
Eg er samt buin ad finna tvo herbergi sem vekja ahuga minn og baedi eru bara handa stelpum, kemur strakar;P
Ja, og medan eg man, i dag er althjodlegur talk like a pirate day:D Vid meigum ekki lata okkar eftir liggja;D
Arrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr, matey;P
Chao, see ya laterz.
The Mighty Sezzy of doom has spoken (I'm gonna sing the doom song now(50 stig ef thid fattid thetta))
Sezzy (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 09:43
hæ sæta mín!! Þetta hljómar allt svo voða gaman hjá þer!
Hugsa svo mikið til þín að mig dreymdi um daginn að ég væri sjálf aftur flutt til Jersey!!!
Knús og sakn!! :)
Sólveig Ing. (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.