19.9.2008 | 20:52
Húsgögn
Jæja þá er enn einn dagurinn að kveldi komin hérna í Brittaníu.
Kom mér loks í Argos í dag að kaupa "húsgögn" (þetta er allt bara súlur og stangir og körfur sem eru sett saman = léleg afsökun fyrir húsgögn). Er svo búin að klambra því öllu saman núna í kveld og er bara nokkuð sátt. Græddi líka einn kassa með þessu sem nýtist vel sem náttborð þegar maður er búin að skella slæðu yfir hann.
Keypti líka nýja dagbók, sem byrjar núna í október og endar í janúar á þarnæsta ári (er víst búin að rífa nóvember eiginlega alveg úr minni gömlu), og líka kennaratyggjó sem er svo massívt að ég held ég nái því aldrei af veggnum! Notaði það til að hengja málverkin mín tvö upp en þau eru ekki á ramma né í ramma (og ég má ekki negla í veggina hérna).
Þannig nú er herbergið mitt farið að líta mun betur út og eiginlega er mér bara farið að þykja vænt um það...já eiginlega bara mjög vænt um það!
Hlakka til þegar ég verð búin að koma mér alminnilega fyrir sem gerist vonandi eftir tvær vikur.
Fór líka að skoða eitt herbergi með Aroni sem var frekar shabby....eiginlega bara mjög shabby. Átti mikin þátt í að gera mig glaða yfir þeirri aðstöðu sem ég hef :o) Sendi hann svo bara einan í kveld að skoða tvö önnur herbergi. Ég er bara alveg búin á því!
Já ég keypti líka auka sæng og kodda þannig nú er allt orðið gestareddí. Greyið Aron svaf bara með lak yfir sér seinustu nótt!
Ég var líka búin að gleyma að það væri föstudagskveld. Ef ég væri heima væri ég líklegast að græja mig eitthvað með Rósu, Sólveigu og/eða Elfu. Það væri gaman :o) Vona að þær séu bara að græja sig saman í staðin og fá sér einn hver fyrir mig ;o)
En akkúrat núna er ég bara mjög fegin að það sé ekkert á plani fyrir kveldið. Er að pæla í að skella einni hasarmynd í tölvuna (ef ég á einhverja!) og háma í mig hjúplakkrís, draum, þrist og kúlúsúkk! Namminamm!
Á morgun erum við íslendinganýnemarnir svo að pæla í að fara eitthvert að borða saman og kannski fá okkur eins og einn :o)
Yfir og út!
Athugasemdir
Voðalega varstu snögg að þessu Jenný ... mér fór ekki að þykja vænt um herbergið mitt fyrr en eftir svona eina og hálfa viku...
helgi (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.