Tilhlökkun


Ahhhh! Er heima núna að gera ekki neitt og ætla mér að gera ekki neitt í allan dag.

Er búin að vera á þvílíkum þönum síðan ég kom til London að ég er alveg búin á því.

Fórum á Camden-markaðinn í gær og þar fann ég mér þessar fínu aladínbuxur og líka ógó-fínar thai-buxur til að nota í skólanum. Keypti mér líka eina mega-kósí peysu sem er svona bleik og fjólublá og blá en aðallega fjólublá og er voða mikið ég. Get verið í henni bara við gammósíur og það er best í heimi! Keypti svo líka sólgleraugu enda er sólin búin að skína og skína og skína - er víst mesta sólin sem sést hefur hérna í allt sumar!

Fórum svo öll íslendinganýnemarnir og fengum okkur að borða á Masala Zone sem var alveg mjög fínt. Indverskur matur en samt ekki svona indverskurindverskur - ef þið skiljið hvað ég á við. En fínn matur á fínu verði.

Kíktum svo í bíó á Rocknrolla sem var mjög skemmtileg og er alveg hægt að mæla með henni. Það kostaði samt mikin pening í bíó - næstum því jafn mikið og máltíð með bjór og svo ís í eftirmat!

Fórum síðan á pubbinn Worlds End sem er "hugsanlega stærsti pub í heimi!" og held ég að það gæti alveg staðist! Og ótrúlega mikið af fólki þarna! Var samt fínt að vera þar og örugglega mjög gaman að djamma þar. Ætlum að tékka á því einhverntíman.

Svo er skólinn bara að byrja á morgun! Hlakka til! Þá kannski fer manni alminnilega að líða eins og maður sé ekki túristi hérna! Ekki mikið líkamlegt á morgun, bara jógað. Svo er Science of acting tímar og voice tímar. Og eins og alla daga verður endað á Meditation.

Hlakka líka til að fá kassana mína hingað út. Þeir eru einhversstaðar á leiðinni núna. Ættu að koma miðvikudaginn 1. okt. Þá fer ég að koma mér alminnilega fyrir og skal þá taka myndir af herberginu og setja hérna inn :o)

En kæru lesendur mig langar til að biðja ykkur um einn lítinn greiða.

Þannig er mál með vexti að veggirnir hjá mér eru tómir og stórir. Ég er reyndar komin með tvö málverk upp en þau eiga ekkert í þetta flæmi! Týnast næstum því!

Ég á heldur ekki mikin pening til að versla mér hluti á veggina og vil líka ekki setja hvað sem er á þá - nennig ekki að kaupa bara eitthvað til að láta hanga þarna.

Þess vegna langar mig alveg ógurlega til að þið sendið mér eina mynd. Eina bara venjulega mynd af okkur, einhverju sem við höfum gert saman eða bara einhverju sem þið haldið að ég gæti haft gaman af :o) Þarf ekki að vera prentað á ljósmyndapappír eða vera eitthvað voða fancy - bara hugurinn á bakvið.

Það mun heill veggur fara undir þetta project og verður svona væntumþykjuveggurinn minn. Svo get ég skoðað hann þegar ég er einmana eða glöð eða með heimþrá og rifjað upp minningar og/eða skemmt mér yfir honum.

Þannig allir núna senda eina mynd á mig á 37 Havelock Street - N1 0DA - London - UK

Hlakka til að fá póst frá ykkur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

aha, góð hugmynd...

knús knús

Elfa pelfa (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 21:12

2 identicon

Já ekkert smá....þá er bara að leggja hug í bleyti =)

Halla (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband