22.9.2008 | 21:41
Heimþrá
Já í dag er ég að upplifa alvöru heimþrá í fyrsta sinn í dag síðan ég kom hingað.
Er líka ógeðslega þreytt því ég var eiginlega andvaka í nótt (gerist oft fyrir fyrsta skóladag hjá mér).
Fékk smá kvíðakast í hvert sinn sem ég þurfti að tala í tímum í dag.
Sem orsakaði það að mér fannst ég sökka.
Sem leiddi síðan af sér minnimáttarkennd.
Held að þetta tengist samt allt bara svefnleysinu.
Bjó reyndar til voða góðan bbq-kjúkling í kveldmat. Poppaði bbq-sósuna soldið upp og svona og það var voða gott. Keypti mat fyrir vikuna fyrir 20 pund sem er......svona 2500-3000 kr. Það finnst mér nokkuð gott. Og í því er alveg slatti af kryddum og sósum sem maður þarf að eiga til í skápnum hjá sér. Sátt með það!
Mikið af ást í þessu húsi. Í herberginu fyrir ofan mig. Á baðherberginu. Og líka á neðstu hæðinni giska ég á þar sem ég veit fyrir víst að þar er par. Gaman að því!
Æji sakna fullt af fólki akkúrat núna. Hérmeð eru allir sem næst mér standa skyldaðir til að koma til London! Frí gisting í boði!
En já fyrsti skóladagurinn var í dag. Hann var voða rólegur enda bara verið að kynna fyrir okkur hvernig allt mun fara fram. Pínu eins og við séum að læra handrit að því hvernig maður á að vera í leiklistarskóla. Jógað í morgun var best! Á eftir að fíla það í ræmur held ég nú. SOFA tíminn var okei en við fáum víst ekkert að sofa þar. Erum með 2. og 3. árs nemum í þeim tímum. Voice tíminn fannst mér líka pínu slakur því pointið með æfingunum var ekki kynnt. En kannski verður okkur bent á það seinna meir. Og öndunarkvíði minn kom þar líka fram, en hann lýsir sér í því að þegar ég á að einbeita mér að önduninni þá bara læsist allt. En þegar ég svo bara anda án þess að pæla þá virkar víst allt rétt, eða svo sagði Signý mér.
Fer í söngtíma á föstudaginn og djö hlakkar mig til! Og líka að fara í alla danstímana. Og sjá hvernig SOFA tímarnir munu þróast og vona að ég losni við þessi skyndikvíðaköst sem ég fæ þegar ég á að tala á ensku fyrir framan fullt af fólki.
En já svona var nú dagurinn í dag!
Athugasemdir
Oh þetta verður svoooo gaman hjá þér! Skólinn hljómar svo spennandi :D
Ég er handviss um að þú eigir eftir að standa þig rosalega vel í náminu.
Skil þig vel með að vera stressuð yfir því að þurfa að segja eitthvað á ensku yfir ókunnan hóp af fólki... meina, hey... ég kúka næstum því á mig ef ég þarf að gera svoleiðis á íslensku!! Þú verður orðin afslappaðri með enskuna áður en þú veist af og þá verður þetta ekkert mál :)
knúúúúús yfir hafið!
ps. það eru 26 dagar í að ég komi í heimsókn og við förum og fáum okkur kjúklingasalat á Pret* og röltum um Camden :D
elfa pelfa (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 22:50
mundu bara ad allir vinir tinir elska tig og tad er allt i lagi ad gera mistok, annars laerir madur aldrei neitt :)
love you
kaer kvedja fra Trekktinni
Sólbjörg Björnsdóttir, 23.9.2008 kl. 08:53
Vá hvað ég skil þig! Auðvitað ertu stressuð að tala á ensku fyrir framan fullt af ókunnugu fólki! Jiii, ég hefði dáið! En það er með það eins og allt annað...það lærist og venst! =)
Halla (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.