Þreytt


Jæja þá er annar dagurinn í skólanum liðinn.

Vissulega veit ég að heimþrá kemur upp við og við og það er ekkert sem ég fer að stökkva heim út af og hætta við allt saman. Nó sörrí bob!

Annar dagurinn líka mun betri en sá fyrsti. Elska jógað bara enn meira eftir daginn í dag! Ó mæ lord! Teygiteygiteygi! Lov it!

Svo fórum við líka í Stage Combat tíma. Lömdum hvort annað eins og harðfiska til að byrja með og fórum svo að læra sverðafimi. Hann kenndi okkur hvað allt hét á sverðinu og hvað hinar og þessar varnir hétu og grip og eitthvað en ég man ekki neitt af því. Vona að við fáum glósublað með því, það væri mega!

Svo var djassballettími og það var auðvitað líka skemmtilegt. Elska að ballettast aðeins! Komst að því að ég get innprentað strax í heilann múv númer 1 2 3 4 5 og 6 og 7 og 8, 1 2 3 4 5 en svo ekki meira en það. Restin, og 6 og 7 8, verður bara að koma með æfingunni.

Ákvað að fara ekki fet í hádeginu enda orðin frekar lúin (vaknaði meira að segja lúin). Halli var svo góður að kaupa handa mér samloku í búðinni þó að ég nennti ekki með honum þangað. Svo byrjaði ég að lesa Students manualinn sem var samt eiginlega heimavinna gærdagsins. Ætla að klára það núna á eftir og gera heimavinnu dagsins í dag sem var að finna út einhverja invisible thought. Það verður smá heilabrjótur held ég.

Næst kom sofa-tími og hann var megamegasega! Ástæðan fyrir því að ég var að fíla þennan skóla betur en marga aðra sem ég skoðaði. Ég elska vísindi og ég elska leiklist. Það er líka svo margt skýrt alminnilega út fyrir mannig og svo er þetta hálfgerð sálfræði líka og mannfræði og ég veit ekki hvað og hvað. Erum enn bara í kynningunni á Science of Acting og þetta er strax orðið þvílíkt áhugavert að ég gat ekki hugsað um neitt annað eða sleppt því að hugsa í Meditation sem er alltaf gert í 20 mín. til að loka deginum.

Þannig mun betri dagur í dag.

Svo er Aron enn á sófanum. Vona okkar beggja vegna að hann fari að fá sitt eigið herbergi. Held við séum bæði orðin soldið þreytt á þessu, þó okkur líki alveg við hvort annað.

Over and out.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ elsku ástin mín...gaman að lesa...bið að heilsa manninum á sófanum...vesen með þetta hjá þér í morgun...og sekt..mér finnst það merkilegt...en jæja engill tíminn minn er byrjaður..kaffið komið í magann og allt svona alveg sæmilegt...heilinn minn er ekki alveg sniðin í þetta latísnka mál en vonandi fer það að koma...ætla að blogga eftir skóla

elska þig endalaust því þú ert besta systir sem einhver getur átt.... 

Fanney Vala (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 09:28

2 identicon

hugsaðu þér bara að eftir mánuð áttu eftir að hlægja að því hvernig þetta var fyrstu dagana, allir stressaðir og á nálum yfir því að vera nógu hipp og kúl, kátir og skemmtilegir og fitta nógu vel inní

þetta er alltaf eins þegar maður byrjar í einhverju nýju, allt í stressi og vandræðagangi fyrst og síðan verður allt dásamlegt

þú stendur þig mega vel!

hlakka til að fá að kúra á sófanum einhverntíma ;)

guðrún sóley (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband