25.9.2008 | 19:01
Tölvubann
Þá fer fyrsta vikan alveg að klárast. Búin að læra meira á henni en ég bjóst við. Er líka fáránlega þreytt. Ég er farin að sofa fyrir miðnætti og tek það helst ekki í mál að fara að sofa eftir kl. 11pm! Já, ÉG! Nátthrafninn sjálfur!
Þannig ég geri ekkert annað en að vera í skólanum allan daginn. Kem svo heim og elda, fer aðeins á netið, í sturtu og svo bara að undirbúa mig fyrir svefninn sem gerist alltaf yfir seríum eða myndum því mér finnst fátt leiðinlegra.
Annars held ég að ég sé addicted to my computer. Töluðum í SofA-tíma um daginn að sumir væru háðir tónlist. Væru alltaf með tónlist i eyrunum en það er víst ekki nógu gott því þá er verið að skapa background noice til að trufla eitthvað sem við viljum ekki hugsa um.
Ég er reyndar þannig líka og hef alltaf kveikt á tölvunni þegar ég er heima og er tengd við facebook, gmail, msn og skype allan tíman! Og á næturnar þegar ég er sofandi þá er ég alltaf inni á msn og skype. Það er nefnilega alltaf kveikt á tölvunni á næturnar því ég sofna alltaf yfir mynd eða seríu eða með tónlist í gangi. Stundum reyndar leyfi ég henni að verða batteríislaus á næturnar.
En allavega í þessum umræðum um músíkfíknina þá svona áttaði ég mig á þessari tölvufíkn minni og tónlistar- og að-sofna-yfir-mynd-fíkn. Reyndar áttaði ég mig á tölvufíkninni fyrr þar sem ég var farin að teygja mig í tölvuna án þess að ætla að gera eitthvað í henni. En þetta er samt aðallega að-vera-online-fíkn. Finnst ég annars svo einangruð.
En þessu þarf ég víst að hætta. Ein stelpa í bekknum var sett í tónlistarbann í sólarhring og Bragi var settur, eða setti sjálfan sig, í þriggja vikna tónlistarbann! Held ég gæti þetta aaaaaaaldrei!
So plz farið að senda mér emil og kommenta hérna svo ég heyri eitthvað í ykkur! Ætla að leyfa mér klukkutíma á dag með tölvuna í gangi. Shi! Á eftir að missa vitið!
Eigum víst að læra að líða vel í þögn og hugsa um leiklistina og okkur sjálf sem leikara. Enda er okkur gefið NÓG að hugsa um í þessum tímum!
Svo dó ég í fimleikatíma í dag! Hann lét okkur hoppa og hlaupa eins og maniacs! Ég dó! En var síðan mega góð í kollhnísunum, handahlaupunum og að standa á höndum!
Fór líka í sirkus-tíma í dag þar sem ég lærði að djöggla - sem ég kunni- og að snúa svona diskum - sem ég kunni líka. En lærði bara nokkur fleiri trix við bæði í staðinn.
Svo var Sofa-tími með nýjum kennara og var rætt um Awereness. Það var skemmtilegt og lét mann alveg hugsa mikið eins og flest allt sem manni er kennt í þessum tímum. Hlakka til að fara að temja mér þá hugsun sem er verið að leiða okkur í.
En núna ætla ég að hætta að vera í tölvunni....úfff....ef ég get...!
Athugasemdir
Þetta hljómar allt svo skemmtilegt þarna hjá þer :) Er samt strax farin að hlakka til að þú komir heim um jólin! :)
Sólveig Ing (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 22:23
Og hey! Mig dreymdi í nótt að þú værir bara allt i einu komin heim! Svona voða surprise frí eitthvað!! Spes.....er búið að vera að dreyma mjööög raunverulega drauma undanfarið.....flesta skrítna samt! hmm......er alveg í ruglinu! :)
Sólveig Ing (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 22:24
já, sammála Sólveigu.. hljómar allt ótrúlega áhugavert, ég er farin að hlakka til að lesa bloggið þitt og heyra af skólaævintýrum dagsins :)
en jæja, ætli maður þurfi ekki að fara að dusta rykið af email hæfileikum sínum og senda þér kannski nokkrar línur við og við.
ps. ég er líka svona fáránlega háð tölvunni minni og netinu... og því að sofna út frá dvd.
algjört rugl :p
Elfa (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.