26.9.2008 | 18:58
Múffur
Í gær var ég bara í tölvunni í klukkutíma. Finnst það mjög gott. Horfði reyndar á fjóra Sex in the city þætti eftir að ég kom úr sturtu en var ekki tengd við netið á meðan. Svo fór ég að sofa og þá hafði ég ekki dvd í gangi né tónlist. Hafði reyndar kveikt á tölunni og myndir opnar af fólki sem ég sakna, því ég var með smá heimþrá í gærkveldi. En ég sofnaði næstum því um leið og ég lagðist á koddan. Ætla mér að endurtaka þetta í kveld.
Föstudagskveld! Mig langar ekki vitund á djammið. Oki jú svona 10% af mér langar að kíkja út með krökkum úr skólanum sem ætla út saman, en það er víst planið að fara aftur annað kveld þannig ég ætla bara að láta það nægja. Er svo gjörsamlega búin á því eftir vikuna að ég braut sætindabannið mitt og keypti mér súkkulaðimuffins og kaffimjólk og er búin að troða þessu í andlitið á mér á hálftíma held ég! Við erum að tala um 7 stk. af smámuffum!
Ég var algerlega einbeitingarlaus í SofA-tíma í dag. Náði mjög litlu inn en glósaði alveg eitthvað. Ætla að kíkja yfir allar glósur um helgina og hugsa. Eigum að hugsa voða mikið sem hentar mér alveg mjög vel. Heimanámið okkar snýst oftast um að hugsa um eitthvað á einhvern hátt. Ekki erfitt þó svo að margar kenningar og aðferðir geti orsakað mikla heilaleikfimi, en það er nú bara hollt!
Er hinsvega alveg að ná að fullkomna niðurlúta hundinn minn í jóga!
Fórum líka í söng í dag og því miður eru þetta tímar þar sem maður er með helmingnum af bekknum í. En við sungum og shi hvað maður er ryðgaður eftir sumarið. Langar svo að fara að æfa sönginn minn upp aftur og halda honum við en þori ekki mikið að vera að gaula hérna heima því það er sjúklega hljóðbært á milli herbergja! Það virðist líka vera algengt vandamál í Englandi því þetta er líka svona í skólanum, sem mér finnst einstaklega skrítið því þar er eiginlega mikilvægt að hafa hljóðeinangruð herbergi svo kennslustundir trufli ekki hver aðra.
Og svo var Physical Theatre þar sem Íslendingarnir rokkuð feitt, enda vel búið að sýjast inn í kollana á okkur þar sem þetta er vinsælt krydd í leikrit heima. Svo hefur maður nú eitthvað smakkað á því sjálfur.
Svo ákváðu iðnaðarmennirnir að bora allan tíman á meðan við vorum í Meditation þannig hún fór eitthvað ofan garðs og neðan. Eða jafnvel utan garðs!
En já ég ætla bara að vera róleg í kveld og hvíla heilan! Sjá svo til á morgun hvernig mér líður og hvort ég hitti krakkana þá. Ætla að leyfa mér að vera tengd tölvunni í kveld og vonast til að ná að spjalla við einhverja. Svo ætla ég að svara emilum, sem héðan af verður bara svarað þegar ég hef tíma í vikunni, annars um helgar. Svo ætla ég að skipuleggja mig og horfa á dvd.
Og halda áfram að borða múffur svo ég verði stór og stærri!
Athugasemdir
Við eigum við nákvæmlega sama vandamál að stríða í Listaháskólanum, allt of hljóðbært. Þegar maður er í tónheyrn þá heyrir maður fiðluleikarann þremur herbergjum frá vera að æfa sig ... mjög óþægilegt, en það gerir mann kannski bara betri. Maður verður að hafa sterkari fókus...
helgi (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 08:56
mmm núna langar mig í múffur
gaman að sjá hvað þú ert dugleg að skrifa kona! ég ætla að reyna að gera það líka...í handriti það er að segja
en já það gengur rosa vel og ótrúlegt hvað þetta gengur, hafði náttúrulega aldrei skrifað kvikmyndahandrit áður:)
gott að þér gengur vel snúll, ég kem í heimsókn eftir áramót og fæ mér múffur með þér
Guðrún Sóley (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.